4.fl karla á Álftanesi

Sæl öll,

 
Örn Ottesen heiti ég og mun taka að mér það tilraunaverkefni að halda úti 4. flokki karla á Álftanesi. Nú eru nokkrir búnir að lýsa yfir áhuga á að halda sínum dreng í Álftanesi og mun ég láta reyna á það með prufuæfingum í næstu viku. 
 
Tilgangurinn með þessum pósti er að láta vita að á mánudaginn 19. sept hefst fyrsta æfingin og verður líka æfingar á þriðjudeginum 20. sept og fimmtudeginum 22. sept þær munu allar vera á sama tíma eða 18:30 - 19:30. Ef þátttaka á þessum æfingum verður góð þá er möguleiki á áframhaldandi starfi fyrir strákana í 4. flokki, ef þátttakan verður hinsvegar ekki nógu góð þá verður því miður að sleppa 4. flokkinum þetta árið.
 
Þessar æfingar eru hugsaðar fyrir þá sem vilja vera úti á Álftanesi en þeir strákar sem eru í Stjörnunni eða einhversstaðar annarstaðar eru velkomnir á prufuæfingarnar.
 
Vonandi sé ég sem flesta á þessum æfingum.
Kv, Örn Ottesen, þjálfari.