Álftanes - FH, stutt umfjöllun um leik í Faxaflóamóti

Sæl, öllsömul.

Ætla að fara örfáum orðum um leikinn við FH fyrr í dag.

Um hörkuleik var að ræða þar sem við tókum snemma frumkvæðið og náðum að raða inn mörkum á fyrstu tíu mínútum leiks. Eftir það jafnaðist leikurinn þar sem liðin skiptust á að sækja og skora á víxl. Stóð 6-2 í leikhléi.

Síðari hálfleikur var skemmtilegur og jafn og fullt af markvörslum, varnartilþrifum, spili, færum og mörkum litu dagsins ljós. Urðu lyktir 10-5. Mörk okkar gerðu: Daníel 3, Dagur 2, Ívar 2, Viktor 2 og Kristján 1.

Heilt yfir er ég mjög ánægður með frammistöðuna. Það var leikgleiði hjá okkur og við nutum þess að leika knattspyrnu. Úr varð frábær skemmtun þar sem mikið af flottum tilþrifum sáust og bæði lið fengu mikið út úr þessum leik. Það sem ég (og við þjálfarar) var ánægðastur með var hugarfarið, leikgleðin og síðast en ekki síst hraðinn í leiknum en það var aldrei dauður tími. Uppspil okkar var mun betra en í síðasta leik og við misstum knöttinn sjaldan úr því, þrátt fyrir pressu frá mótherja. Mörk okkar komu í öllum regnbogans litum en flest þó eftir góðan samleik. Það er jákvætt.

Byggjum á þessu drengir. Mjög flott hjá ykkur.

Birgir Jónasson þjálfari.