Álftanes - Grótta, stutt umfjöllun um leik í Íslandsmóti

Sæl, öllsömul.

Ætla að fara örfáum orðum um leik okkar gegn Gróttu á miðvikudag.

Því miður mættum við engan veginn stemmdir til leiks og sást það bersýnilega á fyrstu mínútum leiksins. Eftir ca tveggja mínútna leik var staðan orðin 0-3, Gróttu í vil. Á þeim tíma gengu drengir um völlinn og nánast hreyfðu sig ekki. Hef ég sjaldan séð annað eins á mínum þjálfaraferli.  

Við vöknuðum svo smám saman til lífsins, einkum eftir stúlkur fóru að koma inn á völlinn en allir skiptimenn liðsins voru stúlkur í 4. flokki. Að mínu mati náðu þær að rífa upp baráttuandann og auka gæðin í leik okkar, bæði með hugarfari og frammistöðu.  

Eftir það jafnaðist leikurinn en Grótta hins vegar enn ívið sterkari. Um tíma mátti þó vart á milli sjá. Vissulega hafði verið spennandi að horfa á okkar drengi leggja sig fram í upphafi og ganga til verks af fagmennsku. Náðum að setja nokkur góð mörk, líklega ein fimm talsins, en fengum á okkur nokkuð fleiri mörk, og munaði þar talsvert um þá forgjöf sem Grótta fékk í upphafi leiks.  

Heilt yfir er ég ekki ánægður með frammistöðuna og þetta er eitthvað sem ég vil ekki standa fyrir, þ.e. að drengir sýni af sér ófagmennsku og metnaðarleysi við knattspyrnuiðkun með því að leggja sig ekki fram. Slíkt er einfaldlega ekki í boði! Ætla vona að eitthvað í líkingu við þetta muni ekki sjást á ný. Vona að drengir láti sér þetta að kenningu verða og dragi af þessu einhvern lærdóm.  

Birgir Jónasson þjálfari.