Síðustu leikir, stutt endurgjöf

Sæl, öllsömul.

Vikan hefur verið annasöm hjá okkur, þrír leikir í Íslandsmóti (þrír leikir á fjórum dögum), og við komið víða við.

Þetta hefur gengið upp og ofan hjá okkur og við höfum verið þunnskipaðir. Þá er erfitt að sýna sína bestu hliðar þegar svo skammt er á milli leikja.

Heilt yfir er ég þó nokkuð ánægður með frammistöðuna. Drengir hafa lagt sig fram, gert sitt besta og staðið keikir. Það er ekki unnt að biðja um meira. Góðir spilakaflar hafa verið í leikjum okkar og gott flæði en í tveimur þessarar leikja hefur einfaldlega verið við ofurefli að etja. Einkum hefur það ofurefli verið líkamlegt en ekki knattspyrnulegt. Verðum að hafa slíkt í huga.  

Nú er einn leikur eftir í Íslandsmóti, heimaleikur gegn Þrótti Vogum. Leiktími hefur ekki verið fastsettur en ráðgert er að hann fari fram í næstu viku. Skulum mæta vel stemmdir í hann og gera okkar besta.

Áfram gakk, drengir!

Birgir Jónasson þjálfari.