Fjáraflanir - tilkynning frá foreldraráði

Sæl, öllsömul!

Við höfum nú fengið leyfi fyrir nokkrum fjáröflunum og komið að þeirri næstu í röðinni.

Það sem við ætlum að selja á næstu dögum er þetta:

Salfiskur 1,5 kg – Selt á 3.000 kr.

Athugið að til sölu er aðeins það magn sem hver drengur kemur með heim í kvöld (þriðjudag).  Þessi vara er styrkur sem okkur áskotnaðist og verður ekki hægt að fá meiri fisk í bili.

Við mælumst til þess að pokinn sé seldur á 3.000 krónur og ágóðinn lagður inn á reikning ásamt ágóða af pappír og pokasölu.

Lúxus WC –þriggja laga pappír, 36 rúllur í pakka – Við seljum á 4.000 kr. –

Eldhúspappír 15 hálfskiptar rúllur í pakka  - Við seljum á 3.200 kr.  –

Svartir ruslapokar 25 stk. í rúllu – Við seljum á 1.500 kr. –

Eftir æfingu í kvöld (þriðjudag) munu drengirnir fá afhentan fiskinn, skráningablað og götur til að ganga í.

Við sem tókum að okkur að sjá um þessa fjáröflun viljum mælast til þess að þið verðið drengjunum innan handar og sjáið um að koma sölutölum til mín, Hildar, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., í síðasta lagi á sunnudag, 18. nóv.

Vörurnar (pappír og pokar) verða svo afhentar miðvikudaginn 22. nóvember. Þá þurfa allir að sækja á tilsettum tíma sem verður tilkynntur þegar nær dregur.

Okkur vantar enn húsnæði (bílskúr) eða bílaplan til að taka á móti bíl með sem vonandi verður drekkhlaðinn af seldum pappír  og pokum og auglýsi ég hérmeð eftir slíkri aðstöðu eina kvöldstund.

Varðandi sölutölur þá vil ég fá þær sundurliðaðar t.d.:

Fiskur, selt: 2 pokar (til að fá heildar krónutölu) Lúxus WC,  alls selt: 10 pakkar Eldhúspappír, alls selt:  10  pakkar Svartir ruslapokar , alls selt: 10  pakkar

Svo er bara að selja og selja …

Fyrir hönd fjáröflunarnefndar,

Hildur Gylfadóttir, 862-9292.