Grindavík - Álftaness - stutt umfjöllun

Sæl, öllsömul!

Úrslit í leikjum Álftaness og Grindavíkur, sem fram fóru í Hópinu í Grindavík í dag, urðu sem hér segir (nöfn markaskorara innan sviga):

A-lið:
Álftanes – Grindavík: 13:9 (Atli 4, Gylfi Karl 3, Guðjón Ingi 3, Alex 2, Daníel 1).

B-lið:
Álftanes – Grindavík: 7:6 (Davíð 2, Guðmundur Bjartur 2, Tómas 2, Guðmundur Ingi 1).

Leikið var í átta manna liðum og var fyrri leikurinn í Faxaflóamóti en hinn síðari æfingaleikur. Mikið af fallegum tilþrifum sáust og mörg mörk litu dagsins ljós eins og tölurnar gefa til kynna. Heilt yfir erum við þjálfarar afar ánægðir með frammistöðu beggja liða sem var á köflum framúrskarandi.

Næsti leikur í Faxaflóamóti er svo ráðgerður um næstu helgi gegn Snæfellsnesi. Mögulegt er að þeim leik verði frestað þar sem hvorugt lið hefur leikvöll. Mun það skýrast þegar nær dregur.  

Birgi og Guðbjörn þjálfari.