fjáröflun næstkomandi laugardag þ. 27. Apríl

Hæ hæ

 Þær stelpur sem ætla til Danmerkur eru boðaða í létta og skemmtilega fjáröflun næstkomandi laugardag þ. 27. Apríl kl. 10:30. Hittast á við íþróttahúsið og þaðan verður haldið í fjöru þar sem týna á rusl í 1 – 2 klst. Hópurinn sem mætir fær 50.000 krónur sem teljast nú ansi góð tímalaun.
Mæta þarf í vinnugalla, með hanska og stígvél eru kostur. Möguleiki er að grillað verði á eftir en nánar um það síðar.
Vinsamlega látið vita ef um forföll  er að ræða

 Kveðja
Foreldraráð

Stjarnan - Álftaness - stutt umfjöllun

Sæl, öllsömul!

Við þjálfarar ætlum þá að fara örfáum orðum um leik Álftaness og Stjörnunnar í Faxaflóamóti sem fram í Kórnum í Kópavogi.

Skemmst er frá að segja að á brattann var að sækja fyrir okkar stúlkur sem virkuðu fremur óskyrkar og voru nokkuð frá sínu besta. Var engu líkara en að okkar stúlkur hafi skort tiltrú á verkefnið. Allnokkur munur var jafnframt á liðunum, einkum hvað varðar breidd enda var enginn skiptimaður hjá okkar liði, og fór svo að lyktir leiks urðu 6-0, Stjörnunni í vil. 

Það jákvæða úr leiknum var að stúlkurnar reyndu ávallt að gera eitthvað skynsamlegt við knöttinn þegar þær fengu hann, ýmist að senda á samherja, taka menn á eða skýla honum. Heilt yfir erum við þjálfarar því nokkuð sáttir við frammistöðuna þó betur megi ef duga skal. 

Birgir og Guðbjörn þjálfarar.

Breiðablik - Álftanes, leikur í Faxaflóamóti - liðsskipan og tilhögun

Sæl, öllsömul!  

Leikið verður í Faxaflóamóti á sunnudag, 28. apríl, þegar att verður kappi við Breiðablik. Leikurinn hefst kl. 11 og mun fara fram í Fagralundi í Kópavogi. Átti leikurinn upphaflega að fara fram á Bessastaðavelli en hann er ekki tilbúinn og því var leikurinn færður inn í Kópavog.   

Allar stúlkur eru boðaðar, auk Maríu, sem og eftirfarandi stúlkur í 5. aldursflokki: Eva, Hekla, Selma og Sylvía.  

Stúlkur þurfa að mæta á leikstað eigi síðar en 45 mínútum fyrir leik, þ. e. kl. 10:15, með allan tiltækan búnað meðferðis.  

Öll forföll ber svo að tilkynna með eins góðum fyrirvara og unnt er, það auðveldar skipulagningu þjálfara.  

Birgir og Guðbjörn þjálfarar.