Stjarnan - Álftanes - stutt umfjöllun

Sæl, öllsömul!

Ég ætla að fara örfáum orðum um leik Stjörnunnar og Álftaness í Faxaflóamóti sem fram fór fyrr í mánuðinum. Því miður fórst fyrir að rita um leikinn fyrr en nú. Leikur þessi fór fram við ágætar aðstæður á Stjörnuvelli.

Upphaflega stóð til að í umræddum leik yrði leikin 11 manna knattspyrna. Því miður mættu aðeins níu stúlkur til leiks hjá Álftanesi og því varð úr að leikin var níu manna knattspyrna.

Heilt yfir var um skemmtilegan leik að ræða þar sem á brattann var að sækja hjá okkar stúlkum sem er fullkomlega eðlilegt miðað við efni og aðstæður. Prýðilegir spilakaflar sáust í leiknum og margt afar jákvætt, ekki síst tæknilegar framfarir stúlknanna.

Úrslit leiksins voru skráð 3-0, Stjörnunni í vil, þar sem ekki náðist í lið hjá okkar stúlkum.

Birgir þjálfari.

Íslandsmót í Futsal innanhússknattspyrnu - tilhögun

Sæl, öllsömul!

Liðsskipan í Íslandsmóti í Futsal innanhússknattspyrnu sem fram fer á sunnudag, 20. janúar, verður sú að allar stúlkur flokksins eru boðaðar. Vakin er þó athygli á að ekki er reiknað með að allar stúlkur leiki jafn mikið.

Mótið hefst kl. 15 en leikið verður á Álftanesi. Mótherjar eru Fylkir, ÍBV og Snæfellsnes en nánari upplýsingar um leikjafyrirkomulag má nálgast undir eftirfarandi slóð:http://www.ksi.is/mot/motalisti/urslit-stada/?MotNumer=29349.

Stúlkur þurfa að vera mættir kl. 14:30 í íþróttahúsið umræddan dag.

Birgir og Guðbjörn þjálfarar.

Foreldrafundur

Sæl, öllsömul!

Hér með er boðað til fundar með foreldrum/forráðamönnum stúlkna í 4. flokki á þriðjudag, 15. janúar, kl. 21. Fundarstaður er félagsaðstaðan í íþróttahúsinu og er ráðgerður fundartími allt að ein klukkustund.

Dagskrá er hefðbundin, þ. e. farið verður yfir það sem liðið er og framundan er af þjálfunartímabili. Þá er ráðgert að kynna stöðu safnblaðs og fara yfir fjáraflanir.

Foreldrar/forráðamenn stúlkna í 5. aldursflokki, sem æft hafa og leikið með 4. flokki, eru hvattir til þess að koma til fundarins.

Birgir og Guðbjörn þjálfarar.

Íslandsmót í Futsal innanhússknattspyrnu

Sæl, öllsömul!

Athygli er hér vakin á því að á sunnudag, 20. janúar, verður leikið í Íslandsmóti í Futsal innanhússknattspyrnu. Um ræðir keppni í B-riðli sem fram fer á Álftanesi. Ráðgert er að mótið standi frá kl. 15-17 umræddan dag.  

Nánari tilhögun verður kunngerð síðar í vikunni en reikna má með að allar stúlkur flokksins verði boðaðar.  

Birgir og Guðbjörn þjálfarar.