Rey cup á morgun, laugardag

Sæl, öllsömul!

Samkvæmt leikjaáætlun er fyrri leikur Álftaness á Rey cup á morgun, laugardag, kl. 11, þar sem att verður kappi við Þrótt. Síðari leikur dagsins er við danska liðið Nykøbing FC kl. 15. 

Stúlkur eiga að mæta við íþróttahúsið kl. 9:45 í fyrramálið í fatnaði merktum félagi og fullbúnar til leiks en lagt verður af stað í framhaldi á leikstað með einkabifreiðum, líkt og í dag.

Ekki er reiknað með að stúlkur fari heim á milli leikja á morgun heldur er m.a. fyrirhugað að fara í myndatöku en að öðru leyti er mælst til þess að stúlkur haldi að einhverju leyti hópinn. Af þessu tilefni þurfa stúlkur einnig að hafa hollt og gott nesti með sér milli leikja.

Að síðari leik loknum er ráðgert að stúlkur fari heim og komi svo prúðbúnar kl. 19 í grillveislu mótsins í fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Klukkan 20:30 er svo fyrirhuguð sameiginleg kvöldganga að Hilton Reykjavík Nordica en þar fer fram lokahóf og stórdansleikur frá kl. 20:30 til 23. Um nánara fyrirkomulag þessa verður svo rætt á morgun. 

Birgir þjálfari.

Rey cup á morgun, föstudag

Sæl, öllsömul!

Samkvæmt leikjaáætlun er fyrsti leikur Álftaness á Rey cup á morgun, föstudag, kl. 10, þar sem att verður kappi við Fjarðabyggð. Þá verður leikið við norska liðið Ringvasoy IL kl. 16.

Sú breyting hefur verið gerð á leikjafyrirkomulagi morgundagsins að bætt hefur verið við einum leik, kl. 18, en þá verður att kappi við lið Fjarðabyggðar á ný. Í þann leik eru stúlkur úr 5. flokki boðaðar, þ.e. Birta, Guðný, Katrín og Silja, en þetta er eini leikur mótsins þar sem heimilt verður að leika með stúlkur sem ekki eru skráðar á mótið. Leikur þessi er einnig hugsaður fyrir þær sem ekki byrja inn á í öðrum leikjum, og þá mun Svandís maðurvörður leika sem útileikmaður í þessum leik. Tekið skal fram að leikur þessi er ekki hluti af mótinu heldur æfingaleikur sem fram fer að ósk Fjarðabyggðar, gagngert til þess að leika sex leiki í mótinu.

Vakin er athygli á því að allir leikir á morgun, sem og aðra daga móts, munu fara fram á sama leikvelli, þ.e. velli sem næstur er Suðurlandsbraut.

Stúlkur eiga að mæta við íþróttahúsið kl. 8:45 í fyrramálið í fatnaði merktum félagi og fullbúnar til leiks en lagt verður af stað í framhaldi á leikstað með einkabifreiðum. Þá er reiknað með að stúlkur fari heim að leik loknum og komi aftur á leikstað eigi síðar en 45 mínútum fyrir síðari mótsleikinn og dvelji á mótssvæði þar til leikjum Álftaness lýkur þann daginn, eða um kl. 19.

Birgir þjálfari.

Rey cup, breyting á leikjafyrirkomulagi

Sæl, öllsömul!

Sú breyting hefur orðið á leikjafyrirkomulagi Rey cup að óstaðfest lið, NN2, mun ekki taka þátt. Staðan er því sú að liðum mun fækka um eitt og verða fimm í stað sex.

Hefur þetta þær breytingar í för með sér að fyrirhugaður leikur á morgun, fimmtudag, verður ekki. Mögulega mun þetta einnig hafa áhrif á dagskrá sunnudags, eftir því hvernig mótið spilast. Af þessu leiðir að Álftanes mun ekki hefja leik á mótinu fyrr en á föstudag og þá samkvæmt áður auglýstu leikjaplani, þ.e. kl. 10 árdegis. 

Birgir þjálfari.

Æfing á morgun, fimmtudag

Sæl, öllsömul!

Þar sem enginn leikur er á Rey cup á morgun, fimmtudag, verður æfing á hefðbundnum tíma, þ.e. frá kl. 17:15. Verður hún ca klukkustund og af léttara tagi. 

Birgir þjálfari.