Álftanes - Selfoss/Hamar/Ægir, stutt umfjöllun

Sæl, öllsömul.

Stuttur pistill frá okkur þjálfurum um leikinn við Selfoss/Hamar/Ægi fyrr í dag.

Leikurinn var lagður upp með hápressu í huga, þ.e. að fara framar á völlinn en oft áður, verjast á vallarhelmingi mótherjans og setja mikla pressu á leikmann með knöttinn og vinna hann eins fljótt og unnt var. Auk þess að nota fáar snertingar, nota breidd vallarins og sækja a.m.k. á einum bakverði. Þá var leikið með tvo djúpa miðvallarleikmenn.

Allt gekk þetta upp þar sem okkar stúlkur sýndu allar sínar bestu hliðar. Í raun var um ójafnan leik að ræða, mun ójafnari en búast mátti við, sé tekið mið af úrslitum liðanna í riðlinum fram til þessa. Urmull marktækifæra skapaðist og gnótt marka leit dagsins ljós en mörkin urðu 12 talsins, án þess að Selfoss/Hamar/Ægir næði að setja mark. Að sjálfsögðu hefði verið skemmtilegra að fá öflugri mótspyrnu en svona er þetta stundum. Mörk Álftaness gerðu: Emilía 5, Vaka 2, Valgerður 2, Sara 1 og Silja 1.

Heilt yfir erum við þjálfarar ánægðir með frammistöðuna. Góðir spilakaflar sáust og samvinna tveggja til þriggja var góð, varnarleikurinn var góður og náðum við að setja góða pressu á mótherjann þegar hann hafði knöttinn (sem var ekki oft í leiknum). Síðast en ekki síst, allir fengu að spreyta sig.

Minnum svo á æfinguna á morgun, kl. 16. Hún verður ca klukkustund. 

Birgir og Guðbjörn þjálfarar.