Stjarnan - Álftanes - stutt umfjöllun

Sæl, öllsömul!

Ég ætla að fara örfáum orðum um leik Stjörnunnar og Álftaness í Faxaflóamóti sem fram fór fyrr í mánuðinum. Því miður fórst fyrir að rita um leikinn fyrr en nú. Leikur þessi fór fram við ágætar aðstæður á Stjörnuvelli.

Upphaflega stóð til að í umræddum leik yrði leikin 11 manna knattspyrna. Því miður mættu aðeins níu stúlkur til leiks hjá Álftanesi og því varð úr að leikin var níu manna knattspyrna.

Heilt yfir var um skemmtilegan leik að ræða þar sem á brattann var að sækja hjá okkar stúlkum sem er fullkomlega eðlilegt miðað við efni og aðstæður. Prýðilegir spilakaflar sáust í leiknum og margt afar jákvætt, ekki síst tæknilegar framfarir stúlknanna.

Úrslit leiksins voru skráð 3-0, Stjörnunni í vil, þar sem ekki náðist í lið hjá okkar stúlkum.

Birgir þjálfari.