Snakksala síðasta fjáröflun ársins

Jæja kæru foreldar / forráðamenn , nú er komið að næsta verkefni hjá stelpunum okkar sem er seinasta fjáröflunin hjá þeim á þessu ári, en það er snakksala sem verður á milli jóla og ný árs þ.e.a.s. 27 og til og með 30 desember.

Fyrirkomulag snakksölunnar verður með eftirfarandi hætti:

Pönntunarblað verður afhennt/sent út í næstu viku.
Þar er gert ráð fyrir því að stelpurnar taki niður panntanir í forsölu til ættingja og vina. (Ágóðinn af þeirri sölu leggst inn á þeirra persónulega reikning.)

Í fyrstu pönntun gerum við ráð fyrir 15 einingum á hverja stelpu. Í hverri einingu eru tveir snakkpokar og einn tveggja laga saltstanga pakki og mun hver eining kosta kr 1.000,- (mjög gott verð)

Skila þarf sölutölum af einkasölunni inn til foreldraráðsins fyrir 27 desember This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. svo hægt verði að pannta meira fyrir hverfissöluna. (27 des til og með 30 des.) ef þarf.

Við fáum snakkið afhennt 27 desember. kl 16:30. og þá eiga allar stelpurnar að mæta, sem ætla að taka þátt í þessari fjáröflun, út í íþróttahús (aðstöðu ungmennafélagsins), og pakka snakkinu í sölu umbúðir.

Að pökkun lokinni, verður Pizza-veisla fyrir stelpurnar, EN þær verða að koma með kr. 500,- fyrir Pizza-veistlunni

Allir foreldar eru hvattir til að mæta með dætrum sínum í pökkunina kl. 16:30 þann 27 des., en þeir sem hafa ekki tök á því mæti engu að síður kl. 20:00, sæki sína dóttir, og hefja hverfis söluna í því hverfi sem þeim er úthlutað.

Best og heppilegast er að reyna að ljúka sölu í hverfunum 27 og 28 desember en það ekki nauðsin. Við gefum okkur það að ná til allra fram til 30 desember .

Það er rétt er að halda því til haga að það er ekki hægt að panta meira snakk eftir kl 15:00 á föstudaginn 28 fyrir hverfissölu þar sem það er lokað hjá Sigurjóni í Iðnmark 29-30 des.
Að þeim sökum verða pantanir að berast til This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 840-6836 fyrir kl 15:00 föstudaginn 28 des.

PS: Látið foreldraráðið vita hvort stelpan ykkar ætlar að taka þátt í þessu verkefni svo hverfaskiptingin verði sem sangjörnust
Áfram 4. flokkur stúlkna UMFÁ

Bestu kveðjur
f.h. foreldraráðsins
Snorri Mír
pabbi Aldísar