Tækniæfing fellur niður í dag, þriðjudag

Sæl, öllsömul!

Tækniæfing fellur niður í dag, þriðjudag, vegna veðurs og afar slæmrar færðar.

Birgir Jónasson yfirþjálfari.

Æfing

Komið þið sæl.


Æfing í dag miðvikudag mun því miður falla niður.

Var þetta ákveðið eftir að við frettum að öllum æfingum á Stjörnuvelli voru frestað.

Guðbjörn
8439983
Leikirnir á sunnudag falla niður

Sæl aftur.

Ég var að fá tölvupóst frá þjálfara Stjörnunnar þar sem hann sagði mér að leikirnir væru á morgun laugardag en ekki á sunnudaginn. Mér finnst ekki forsvaranlegt að ætlast til að allir breyti sínum áætlunum með dags fyrirvara og því afþakkaði ég leikina. Þar af leiðandi er helgin frí og við hittumst næst á mánudaginn klukkan 18:00 í íþróttahúsinu. 

Bestu kveðjur
Samúel

Nýr þjálfari hjá 5. flokki drengja

Sæl, öllsömul!

Á allra næstu dögum verður sú breyting á tilhögun 5. flokks drengja að Ari Leifur Jóhannsson mun hætta störfum sem þjálfari flokksins. Við starfi hans mun taka Samúel Árnason. Téður Samúel er þegar tekinn til starfa og mun vera með Ara Leifi á æfingum 5. flokks út þessa viku. Frá og með næstu viku mun Samúel svo taka alfarið við þjálfun flokksins.

Nánari upplýsingar um Samúel munu svo birtast hér inni á síðunni á næstu dögum.

Um leið og Samúel er boðinn velkominn til starfa er Ara Leifi þakkað fyrir hans þjálfunarframlag til knattspyrnunnar á Álftanesi.

Með bestu kveðju,
Birgir Jónasson, yfirþjálfari yngri flokka Álftaness.