Leikir um helgina

Næstkomandi helgi spilar a-liðið 2 leiki og b-liðið einn leik. Á laugardag er andstæðingurinn Breiðablik, fyrri leikur (a-lið) er klukkan 9:00 og seinni leikurinn er strax á eftir.

Sunnudaginn spilar svo a-liðið frestaðan leik við Skallagrím, leikið er á gervigrasinu í Mosfellsbæ klukkan 12:00.

Allir mæta 30 mínútum fyrir fyrri leik og fara heim að seinni leik loknum.

A-lið á laugardag og sunnudag.
Róbert
Stefán Torrini
Dúi
Bjarni
Adolf
Dagur
Stefán Emil
Valur
Bessi

B-lið á laugardag.
Klemenz
Kristján
Svenni
Stefán Smári
Gunnar
Ísar
Skarphéðinn
Leó
Emil (úr 6.flokk)
Bessi (til vara ef einhver hinna 9 forfallast)

Kv.
Samúel

Leikur á sunnudaginn gegn HK

Strákarnir sem spila á móti HK klukkan 9:00 á sunnudaginn (7.febrúar) eru eftirfarandi. Minni á að það er mæting 30 mínútum fyrir leik, eða klukkan 8:30.
 
Klemenz
Kristján
Svenni
Kristófer Roman
Gunnar
Ísar
Skarphéðinn
Leó
Tómas
Bessi
 
Til vara eru Valur og Róbert ef einhverjir komst ekki, vinsamlegast látið vita sem allra fyrst ef svo er. Minni á að þetta er 8 manna bolti svo það veitir ekkert af því að vera með 2 varamenn. Þetta er lið 2 hjá okkur og verður mjög svipað þegar við spilum næstu leiki. Þeir verða 20.febrúar má móti Breiðablik. Þá spilar lið 1 líka og það lið spilar svo frestaðan leik gegn Skallgrím daginn eftir, eða 21.febrúar. Kem nánar að þessu öllu síðar.
Sjáumst hress á sunnudaginn!
Kv.
Samúel

Æfing í dag, 9.des

Stefnum að því að hafa æfinguna úti í dag, ágætt að hafa með innifötin til vonar og vara.

 

Mótið á morgun

Minni alla á að mæta amk 30 mínútum fyrir fyrsta leik.

Það vantaði Klemenz og Gunnar inn á listann minn, biðst ég innilegrar afsökunnar á því og mun leyfa þeirra liði að byrja með boltann á næstu 7 æfingum fyrir vikið :) Hugmyndin er að hafa þá með í D-riðlinum. 

Það kostar 2500 krónur á leikmann að taka þátt og mælast mótshaldarar til þess að allir mæti með peninga, slái því saman á staðnum og borgi fyrir liðið í einu lagi. 

Að lokum hef ég heyrt af afmælisveislu sem er eftir hádegið á morgun og að leikmenn í D-riðlinum séu á leið í þessa veislu og muni þar af leiðandi ekki mæta í fótboltann. Því vil ég biðja foreldra þeirra drengja að láta mig vita sem allra fyrst hvort drengirnir komi í mótið eður ei, annað hvort á tölvupóstinum eða símleiðis. Það er ekkert verra en að strákar mæti í þann riðill og það vantar kannski 3-4 til að þeir geti spilað og viljum við komast hjá slíku.

Í liðinu í D-riðlinum eru:
Ísar
Kristján
Svenni
Kristófer
Pétur
Gunnar
Klemenz

Sjáumst á morgun.

Kv. Samúel