Leikir við Njarðvík á morgun 19.maí

Jæja gott fólk. Þá er komið að fyrstu umferðinni á Íslandsmótinu og eigum við útileik við Njarðvík. Spilað er í Reykjaneshöllinni, það er örlítil breyting á tímasetningunni en fyrri leikurinn er 17:40 og sá seinni 18:30. Eins og venjulega mæta allir 30 mínútum fyrir fyrsta leik (17:10) og allir fara heim að seinni leik loknum. Spilaður er 7 manna bolti og ég hef brugðið á það ráð að fækka um einn leikmann í A liðinu, vera með 9 þar. Þetta geri ég þar sem forföllin hafa verið að koma hjá B liðinu hingað til (þó fá séu). Sjáumst hress á morgun í Reykjaneshöllinni!

A-lið B-lið
Róbert
Dúi
Bjarni
Adolf
Tómas
Dagur
Stefán Emil
Valur
Bessi
Ísar
Stefán Torrini
Klemenz
Kristján
Svenni
Stefán Smári
Gunnar
Skarphéðinn
Kristófer Róman
Leó

 

Bkv

Sammi og Bjössi