Breytt fyrirkomulag tækniæfinga

Sæl, öllsömul!

Fyrirkomulag tækniæfinga verður með eilítið breyttu sniði nú á vörönn. Æfingatími verður á föstudögum í íþróttahúsinu á Álftanesi frá kl. 17 til 18. Áfram mun iðkendum í 5. aldursflokki og eldra ári í 6. aldursflokki gefast kostur á að sækja umræddar æfingar.

Fyrirkomulag þetta tekur gildi frá og með föstudeginum kemur, 23. janúar.

Birgir Jónasson, yfirþjálfari yngri flokka.