Leikirnir á sunnudag falla niður

Sæl aftur.

Ég var að fá tölvupóst frá þjálfara Stjörnunnar þar sem hann sagði mér að leikirnir væru á morgun laugardag en ekki á sunnudaginn. Mér finnst ekki forsvaranlegt að ætlast til að allir breyti sínum áætlunum með dags fyrirvara og því afþakkaði ég leikina. Þar af leiðandi er helgin frí og við hittumst næst á mánudaginn klukkan 18:00 í íþróttahúsinu. 

Bestu kveðjur
Samúel