Nýr þjálfari hjá 5. flokki drengja

Sæl, öllsömul!

Á allra næstu dögum verður sú breyting á tilhögun 5. flokks drengja að Ari Leifur Jóhannsson mun hætta störfum sem þjálfari flokksins. Við starfi hans mun taka Samúel Árnason. Téður Samúel er þegar tekinn til starfa og mun vera með Ara Leifi á æfingum 5. flokks út þessa viku. Frá og með næstu viku mun Samúel svo taka alfarið við þjálfun flokksins.

Nánari upplýsingar um Samúel munu svo birtast hér inni á síðunni á næstu dögum.

Um leið og Samúel er boðinn velkominn til starfa er Ara Leifi þakkað fyrir hans þjálfunarframlag til knattspyrnunnar á Álftanesi.

Með bestu kveðju,
Birgir Jónasson, yfirþjálfari yngri flokka Álftaness.