Leikir í Faxaflóamóti á laugardag - liðsskipan og tilhögun

Sæl, öllsömul!

Liðsskipan fyrir leiki A- og B-liða í Faxaflóamóti á laugardag, þegar att verður kappi við Breiðablik, verður eftirfarandi:

A-lið: Birta, Eva, Freyja, Guðný (M), Hekla, Katrín, Selma, Sylvía og Veronika. 

B-lið: Aníta (6. fl.), Aþena, Ásta, Diljá (6. fl.), Elsa, Hanna Sól (6. fl.), Hólmfríður Sunna (M), Ísabella (M), Katla Sigga, Rebekka, Silja (6. fl.), Sólveig, Svandís (6. fl.), Thelma og Viktoría. 

Leikirnir fara fram í Fagralundi í Kópavogi sem er gervigrasvöllur utandyra. Leikur A-liðs hefst kl. 12:40 og B-liðs kl. 13:30. Stúlkur þurfa að vera mættar á leikstað 45 mínútum fyrir leik, helst fullbúnar til leiks. Stúlkur í A-liði þurfa því að vera mættar kl. 12 og stúlkur í B-liði kl. 12:50. Keppnisskyrtur verða svo afhentar á leikstað.

Foreldrar/forráðamenn eru hvattir til þess að skipuleggja sig innbyrðis til þess að tryggja megi að allir komist á áfangastað. Þá er enn fremur unnt að hafa samband við þjálfara er einhvern/einhverja vantar bílfar á leikstað. 

Öll forföll ber svo að tilkynna. Það auðveldar skipulagningu.

Birgir og Guðbjörn þjálfarar.

Leikir í Faxaflóamóti á laugardag

Sæl, öllsömul!

Athygli er hér vakin á því að á laugardag, 16. mars, munu A- og B-lið leika í Faxaflóamóti þegar att verður kappi við Breiðablik 2. Munu leikir þessir fara fram í Fagralundi í Kópavogi, leikur A-liðs kl. 12:40 og B-liðs kl. 13:30. 

Nánari tilhögun, þ. á m. liðsskipan, verður kunngerð þegar nær dregur. Munu nokkrar stúlkur í 6. flokki verða boðaðar í umræddan leik en þær munu leika með B-liði. Væntanlega eru það eftirtaldar stúlkur: Diljá, Hanna Sól, Silja og Svandís, mögulega einhverjar fleiri. 

Birgir og Guðbjörn þjálfarar. 

Keflavík - Álftanes: 4-2

Sæl, öllsömul!

Ég ætla þá að fara örfáum orðum um leik Keflavíkur og Álftaness sem fram fór á laugardagsmorgun í Reykjaneshöll. Upphaflega átti umræddur leikur að fara fram í Faxaflóamóti en þar sem ekki náðist í lið var leikurinn gefinn og leikinn æfingaleikur þess í stað, fimm gegn fimm. 

Um hörkuleik var að ræða þar sem Keflavík fékk óskabyrjun og skoraði eftir hálfa mínútu. Í framhaldi pessaði Keflavík nokkuð en okkar stúlkur leystu vel úr því heilt yfir og knötturinn gekk vel stúlkna á milli. Náðu okkar stúlkur svo að komast yfir í fyrri hálfleik með mörkum frá Selmu og Sylvíu. Stóðu því leikar 1-2, Álftanesi í vil, í leikhléi.

Í síðari hálfleik var heldur farið að draga af okkar stúlkum enda mættu tíu stúlkur til leika hjá Keflavík en aðeins fimm hjá Álftanesi. Segja má að leikstíll Keflavíkur, hápressuknattspyrna að breskri fyrirmynd með löngum spyrnum og innköstum í átt að marki, hafi einfaldlega sprengt okkar stúlkur en Keflavík náði að setja þrjú mörk í síðari hálfleik án þess að okkar stúlkur næðu að skora. Lyktir urðu því 4-2, Keflavík í vil. Líklega nokkuð sanngjörn úrslit. 

Heilt yfir stóðu stúlkurnar sig afar vel og knötturinn gekk vel stúlkna á milli. Miklu meiri samleikur var hjá okkar stúlkum en segja má að þarna hafi mæst tveir ólíkir knattspyrnustílar. Það sem skildi á milli að mínum voru líkamsburðir en Keflavíkurstúlkur höfðu á að skipa stórum og stæðilegum stúlkum.  

Birgir þjálfari. 

Tækniæfing fellur niður í dag, fimmtudag

Sæl, öllsömul!

Því miður fellur tækniæfing niður í dag, fimmtudag, vegna vallaraðstæðna.

Birgir Jónasson tækniþjálfari.