Tækniæfingar

Sæl, öllsömul!

Á morgun, þriðjudaginn 21. október, hefjast tækniæfingar sem standa munu til boða iðkendum í 5. aldursflokki og á eldra ári í 6. aldursflokki. Munu aldursflokkar þessir æfa saman.

Æfingar munu fara fram einu sinni í viku og verða þær inni í íþróttahúsi. Hver æfing mun standa yfir í 35 mínútur. Æfingatími er frá kl. 18 til 18:35.

Iðkendur þurfa að hafa sama búnað og við innanhússæfingar.

Birgir Jónasson yfirþjálfari.