Æfingamót á föstudaginn

Sæl öll

Við erum að fara á mót hjá Stjörnunni á föstudaginn, við förum með 2 lið á þetta mót og bæði lið byrja að spila á mjög svipuðum tíma, lið 1 á fyrsta leik kl 17:30 og lið 2 á leik kl 17:50 og seinustu leikir eru 20:10 og 20:30, mæting er því fyrir alla strákanna ekki seinna en 17:10. Það kostar 1000kr á þetta mót. Skráið strákana í commentakerfinu hér á síðunni hvort þið komið en látið líka vita ef þið komið ekki.

Kv, Örn

Fundurinn á morgun (mánudag)

Sæl öll,
Ég vill minna á fundinn sem verður á morgun í félagsaðstöðu íþróttahússins á Álftanesi, umræðuefnið verður Shellmótið. Fundurinn byrjar kl 20:00

Kv, Örn

Mótið á morgun

Sæl öll,
Það er smá breyting á mótinu á sunnudaginn þar sem liðin munu ekki bæði spila frá 9 - 12. Lið 1 spilar frá 12:15 - 14:15 og Lið 2 spilar frá 9 - 12.
Þar sem við eurm með mannskap í 2 lið þá set ég inn liðsskipan núna.

Lið 1:

Óli, Dagur, Hlynur, Sveinn, Kristján, Bjarni Leó, Adolf og Georg. Þeir eiga leik kl 12:15 og eiga að vera mættir ekki seinna en 11:50.

Lið 2:

Stefán Smári, Skarphéðinn, Stefán Emil, Bessi, Tómas, Matthías, Leó Örn og Kristinn Logi. Þeir eiga leik kl 9 og eiga að vera mættir ekki seinna en 8:40

 

Þeir sem eiga eftir að skrá sig hafa enþá tíma til þess og gera það inn á síðunni.

Ég mæti með búninga fyrir þá sem vanta, en þeir þurfa sjálfir að koma með pening fyrir mótsgjaldinu 1300kr, takkaskó, legghlífar og vatnsbrúsi er alltaf góður. Mæting er á KR völlin í vesturbænum.

Kv, Örn

Framundan í 6.flokki

Sæl öll,
Nú byrja æfingar á morgun (miðvikudag) og vonandi höfðu þið það gott yfir páskafríið :)
Ég vill byrja á fundinum sem átti að vera á morgun en vegna þess að meistaradeild evrópu er í sjónvarpinu þá verður fundaraðstaðan upptekinn á morgun og því verður fundurinn á mánudaginn og verður hann kl 20:00, Afsakið þetta.
Ég var að fá boð frá tveimur liðum, KR og Stjörnunni, um að koma á æfingamót hjá þeim. Æfingamótið hjá KR er núna á sunnudaginn og við myndum spila frá 9-12 það kostar 1300 kr á dreng og inn í því er drykkur, ávextir og pizza eða subway. Æfingamótið hjá Stjörnunni yrði svo á föstudaginn 12. apríl. Ég á eftir að fá meiri upplýsingar u það mót. Staðfestið í kommentakerfinu á síðunni hvort þið ætlið að mæta á mótið NÚNA UM HELGINA.

Kv, Örn