Liðsskipan á mótið á morgun.

Sæl öll,

Við erum að fara að spila á Lemon - móti FH á morgun og spilað verður í Risanum í Hafnarfirði, eða litla gervigrasinu við hliðina á Kaplakrika. Við erum með skráð 3 lið á þessu móti og eru þau öll á mismunandi tíma. Hvert lið fær 5 leiki og hver leikur er 1x12 mínútur. Mótsgjaldið er 2000kr og greiðist við komu á staðinn.

Lið 1 á fyrsta leik kl 9:14 og það lið skipar: Bessi, Elmar, Gunnar, Klemenz, Róbert Ingi, Stefán Emil og Tómas. Mæting hjá þeim upp í Risa er ekki seinna en 8:45.

Lið 2 á fyrsta leik kl 11:30 og það lið skipar: Axel, Kári, Kristján, Kristófer Roman, Valur og Víðir. Mæting hjá þeim upp í Risa er ekki seinna en 11:00

Lið 3 á fyrsta leik kl 14:14 og það lið skipar: Björgvin, Daníel Haukur, Kristófer Helgi, Róbert Snær, Sveinn og Viktor. Mæting hjá þeim upp í Risa er ekki seinna en 13:45

Strákarnir eiga að mæta með fótboltaskó, legghlífar og vatnsbrúsa, ef þeim vantar treyju þá get ég skaffað þær en það verður að láta mig vita. Inni í Risanum getur verið kaldara inni heldur en það er úti og því er mikilvægt að koma vel klædd!!!!!!!!!!!!!

Einnig ætla ég að minna ykkur á að skrá strákana á Hamars mótið sem er eftir viku eins og staðan er núna að þá er ekki góð skráning á mótið 29. mars og ég þarf að láta vita ef við komumst ekki með nógu marga stráka.

Kv, Þjálfarar


Tækniæfing fellur niður í dag

Sæl, öllsömul!

Af óviðráðanlegum orsökum fellur tækniæfing niður í dag, föstudaginn 13. mars.

Birgir Jónasson, yfirþjálfari yngri flokka.

Æfing fellur niður vegna Páskabingó

Sæl öll,


Æfingin í dag fellur niður vegna þess að páskabingó verður í salnum á sama tíma og æfingin er, næsta æfing er því á mánudaginn.

Einnig ætla ég að minna ykkur á að skrá strákana á mótið sem er framundan


Kv, þjálfarar

Mót framundan

Sæl öll,


Nú fer að hefjast mót hjá okkur og er ég búinn að skrá okkur á 2 mót í mánuðinum, annað mótið hjá FH 22. mars og hitt mótið hjá Hamar 29. mars. Ég hef smá áhyggjur af mótinu sem er hjá Hamar 29. mars þar sem það er í páskafríinu og vildi ég endilega heyra frá ykkur hvort að þið komist á mótið hjá Hamar 29. mars.
Skráið strákana á mótið hjá FH 22. mars inni á síðunni, það kostar 2000kr á iðkenda og fá strákarnir einhvern glaðning að loknu móti.
Látið vita í maili hvort þið komist á mótið hjá Hamri 29. mars, fleiri upplýsingar um það mót seinna.
Kv, Þjálfarar