Fundur á fimmtudaginn 19. febrúar

Sæl öll,

Það verður fundur á fimmtudaginn 19. febrúar og farið verður yfir fjáröflun fyrir mót sumarsins, fundurinn verður í fundaraðstöðu ungmennafélagsins og hefst hann kl 20:00. Mikilvægt er að allir komi á fundinn svo að allir fái þær upplýsingar sem þarf fyrir fjáraflanirnar.

Kv, Örn

Vetrarfrí!

Sæl öll,

Það verða ekki fótboltaæfingar í vetrarleyfinu í næstu viku.
Það er þá ekki æfing á mánudaginn 9. feb, þriðjudaginn 10. feb og fimmtudaginn 12. feb

Fyrirkomulag í vetrarfríi grunnskólans í næstu viku verður þannig að
hefðbundnar æfingar falla niður hjá öllum flokkum (þ. á m. tækniæfing).
Hins vegar verður iðkendum 7. til 5. flokks boðið að koma í íþróttasalinn
á mánudag, þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag. Nánar tiltekið verður
frjáls tími fyrir iðkendur í 7. og 6. flokki (drengi og stúlkur) frá kl.
13 til 14 og fyrir iðkendur í 5. aldursflokki (drengi og stúlkur) frá kl.
14 til 15.  Umsjónarmaður með þessu verður Guðbjörn Harðarson.

Kv, þjálfarar

Æfingaleikur við Leikni frestað aftur!

Sæl öll,

Æfingaleiknum við Leikni hefur verið frestað til seinni tíma. Afsakið hvað þetta kemur seint inn.

Það verður því æfing í dag á hefðbundnum tíma.

Kv, Örn og Alex

Æfingaleikur við Leikni frestað!

Sæl öll,

Æfingaleikurinn sem við áttum að spila við Leikni á morgun hefur verið frestað þar sem veðurskilyrði verða slæm á morgun og völlurinn á kafi í snjó. Við ætlum að reyna að hafa æfingaleikinn á fimmtudaginn í vikunni. s.s. fimmtudaginn 29. janúar.

Það þarf þá að skrá strákana aftur hvort að þeir komi á fimmtudaginn.

Látið þetta berast!

Kv, Örn og Alex