Æfingaleikur við Leikni

Sæl öll,

Það verður æfingaleikur við Leikni á sunnudaginn eins og talað var um á fundinum í gær. Leikið verður milli 11:00 - 12:00 og mæting fyrir ALLA er kl 10:30. Staðfestið mætingu í kommentakerfinu, látið líka vita ef þið komið ekki.

Leikirnir verða á æfingasvæði Leiknis í Breiðholti á gervigrasinu.

Gott er að strákarnig mæti með sinn útbúnað. Treyju, skó, legghlífar og vatnsbrúsi er góður, ég get komið með treyjur fyrir þá sem vantar.

Kv, Örn og Alex

Tækniæfingar frestast um eina viku

Sæl, öllsömul!

Vegna notkunar á íþróttahúsinu frestast tækniæfingar um eina viku og hefjast föstudaginn 30. janúar nk. 

Birgir Jónasson, yfirþjálfari yngri flokka.

Breytt fyrirkomulag tækniæfinga

Sæl, öllsömul!

Fyrirkomulag tækniæfinga verður með eilítið breyttu sniði nú á vörönn. Æfingatími verður á föstudögum í íþróttahúsinu á Álftanesi frá kl. 17 til 18. Áfram mun iðkendum í 5. aldursflokki og eldra ári í 6. aldursflokki gefast kostur á að sækja umræddar æfingar.

Fyrirkomulag þetta tekur gildi frá og með föstudeginum kemur, 23. janúar.

Birgir Jónasson, yfirþjálfari yngri flokka.