Æfingar kl 17:00 á fimmtudögum - inniæfing

Sæl öll,

Æfingar á fimmtudögum verða héðan í frá kl 17:00 - 18:00, tekur það í gildi strax í dag. Við verðum alltaf inni á þessum dögum. Ég afsaka allar þessar hliðranir á þessum æfingatímum en núna er þetta alveg fast.

Kv, Örn

Æfingin í dag fellur niður vegna veðurs

Sæl öll,

Æfingin í dag fellur niður vegna vonskuveðurs og lítið hægt að æfa fótbolta í þessu veðri, næsta æfing er á morgun, þriðjudag.

Kv, Örn

Uppskeruhátíð Knattspyrnudeildar

Knattspyrnuráð UMFÁ heldur hina árlegu uppskeruhátíð fimmtudaginn 25.september kl. 18:00 í íþróttasal íþróttamiðstöðvar.

Allir þátttakendur á síðasta tímabili í knattspyrnu eru velkomnir. Veitt verða verðlaun fyrir tímabilið og léttar veitingar verða á boðstólnum eftir afhendingu.

Með kærri kveðju,

Knattspyrnuráð UMFÁ