Æfingatímar 2014 - 2015

Æfingatímar vetur 2014 - 2015

Mánudagar kl. 16 - 17 (battavöllur)

Þriðjudagar kl. 16 - 17 (íþróttasalur)

Fimmtudagar kl. 17:15 - 18:15 (battavöllur/íþróttasalur)

Breytt plan um helgina

Sæl öll,


Við vorum skráð í Intersport mótið um helgina hjá Aftureldingu en vegna þess að úrslitakeppnin í Íslandsmótinu í 5. flokki er á sama tíma og ég þarf þá að vera á 2 stöðum þann dagað þá erum við að fara að spila við Grótta á Seltjarnarnesi kl 11:00. Þetta er partur af Gróttudeginum hjá þeim og verða einhverjar pylsur og svali fyrir strákana eftir á. Öll lið spila á sama tíma. 
Það þarf ekki að skrá strákana aftur á síðunni.
Kv, Örn


Leikur á móti Grótta á morgun

Sæl öll,

Núna eru liðin komin fyrir morgun daginn, við eigum leik kl 11:00 og mæting er kl 10:30 á Gervigrasvöllinn hjá Gróttu. Strákarnir eiga að koma með fótboltaskó, legghlífar og gott er ef þeir geta tekið sína eigin vantsbrúsa. Lið 1 spilar 7 manna bolta en lið 2 og lið 3 spila 5 manna bolta og er þetta gert svo allir fái sem mestan spilatíma.

Lið 1: Matthías, Róbert, Bjarni Þ, Adolf, Tómas, Bessi, Stefán Emil. 

Lið 2: Skarphéðinn, Leó, Stefán Torrini, Klemenz, Elías,

Lið 3: Birkir, Valur, Kristján, Kristófer, Víðir, Gunnar.

Þessi leikur er partur af Gróttudeginum og verður boðið upp á eitthvað gott eftir leikinn. 

Einnig ætla ég að minna ykkur á að ég er með 5. flokkinn í Íslandsmótinu á morgun þar sem þeir eiga leik kl 10:00 um morguninn og mun ég koma um leið og sá leikur er búinn, ég mun koma örugglega nokkrum mínútum fyrir leikinn og því er gott ef að þið foreldrarnir getið hjálpast að við að gera þá tilbúna.

Kv, Örn

Æfingar í vikunni verða kl 16:00 og mót um helgina

Sæl öll,

Vegna þess að skólinn er byrjaður þá munu æfingar vera kl 16:00 - 17:00 og verður það þannig út vikuna. Þegar þessi vika er búinn þá er tímabilið búið og ætlum við að enda það á móti um helgina þar sem spilað verður í Mosfellsbænum 30. ágúst. Skráið strákana í kommentakerfinu hér að neðan og ég set svo inn liðin sem fyrst. Látið líka vita ef þið komið ekki.

Kv, Örn