Tímabilið er búið

Sæl öll,

 

Nú er tímabilið búið og þakka ég ykkur kærlega fyrir, skólinn hjá okkur er byrjaður og við erum í skólanum og minni timi gefst í að þjálfa á daginn. 

 

Þetta tímabil var mjög skemmtilegt og gott og er ég himinlifandi með það. Ég verð sjálfur ekki með 6. flokkin á næsta tímabili og mun því annar þjálfari taka við.

 

Kv, Örn 

Æfing fellur niður á morgun 18. ágúst og breyttir æfingatímar.‏

Sæl öll,

 
Það verður engin æfing á morgun þar sem að ég verð úti á landi með fjölskyldunni þar sem pabbi minn er fimmtugur og Alex verður sjálfur á æfingu á sama tíma og enginn getur tekið æfinguna fyrir mig.
 
Annars er það að bara að við erum búnir að vera að taka léttar æfingar þar sem að það hefur verið fámennt en góðmennt á æfingum og geri ég ráð fyrir að margir séu úti á landi og í fríi. Einnig verð ég að biðjast afsökunnar á litlu upplýsingaflæði upp á síðkastið og er það vegna þess að það er lítið sem ekkert búið að vera í gangi og brjálað að gera hjá mér vegna þess að ég er að fara að flytja og mikil vinna búin að vera hjá mér.
 
Það verður breyttur æfingatími þar sem ég er að byrja í skólanum og eiga æfingatímarnir eftir að vera seinna á daginn þar sem ég er lengi í skólanum, æfingatímarnir koma inn á miðvikudaginn. Æfingin á fimmtudaginn er því ekki kl 13:00. 
 
Ég stefni að því að fara með strákunum á mót í lok mánaðarins, en ég mun setja skráningu í gang þegar það er komið á hreint.
 
Og til að allt sé á hreinu, það er ekki æfing á morgun 18. ágúst
 
Kv, Örn

Orkumótið - Frí á morgun 29. júní

Sæl öll,

 
Ég ætla að þakka ykkur kærlega fyrir skemmtilega ferð til Vestmannaeyja og þá sérstaklega Alex Þór sem stóð sig frábærlega og það er einstaklega gaman að fá að þjálfa með honum og að hafa svona strák sem að strákarnir líta upp til og geta leitað til. Þótt að vindurinn hafi ekki  okkur vinalegur þá held ég að það hafi ekki komið að sök þegar á heildina er litið. Þótt það hafi gengið erfiðlega síðasta daginn hjá báðum liðum og fyrsta daginn hjá liði "Aston Villa" þá vona ég og held ég að strákarnir hafi farið ánægðir heim, það gerði ég allavega.
 
Liðsstjórarnir sem hjálpuðu strákunum á morgnanna, koma þeim í mat, koma þeim á leikvöll, koma þeim í háttinn og margt fleira sem kom í þeirra umsjón.
 
Kolbrún mamma Stefáns Emils sá einnig til þess að halda samskiptum við eyjar og allt utanumhald og þakka ég henni kærlega fyrir það.
 
Ég er mjög ánægður með þessa ferð og fannst mér hún heppnast vel og ég er einstaklega stoltur af strákunum sem stóðu sig með prýði og voru sjálfum sér og Álftanesi til sóma.
 
Það verður frí á æfingunni á morgun 29. júní og er því næsta æfing á þriðjudaginn 30. júní.
 
Kv, Örn

 

Liðsskipan fyrir TM mót Stjörnunnar

Sæl öll,


Nú er allt á hreinu varðandi liðin á morgun og er búið að borga mótsgjaldið fyrir strákana
Við erum með skráða 12 stráka í þetta mót og verða nokkrir strákar sem spila bæði fyrir og eftir hádegi á morgun. Strákarnir eiga sérstaka tíma sem þeir geta farið í bæði knattþrautir og myndatöku.
Lið 1 á fyrsta leik kl 09:15 og er mæting fyrir þá ekki seinna en 08:45, það lið skipar: Bessi, Gunnar, Klemenz, Stefán Emil, Tómas og Víðir. Tíminn fyrir þá í knattþrautunum er kl 11:45 og í myndatökuna fara þeir milli kl 09:00 og 10:00
Lið 2 á fyrsta leik kl 12:30 og er mæting fyrir þá ekki seinna en 12:00, það lið skipar: Birkir, Valur, Klemenz, Víðir og Tómas.  Tímin fyrir þá í knattþrautirnar er kl 13:45 og í myndatökuna fara þeir á milli 12:30 og 13:30
Lið 3 á fyrsta leik kl 12:45 og er mæting fyrir þá ekki seinna en 12:00, það lið skipar: Axel, Jóhann, Magnús, Viktor og Ívar (7. flokki). Tíminn fyrir þá í knattþrautirnar er kl 15:30 og í myndatökuna fara þeir á milli 12:30 og 13:30
Eins og þið sjáið að þá er þétt dagskráin fyrir strákana svo það væri mjög gott ef allir myndu hjálpast að við að koma strákunum á réttan stað á réttum tíma og halda hópinn, það verður mikið af fólki og mjög auðvelt verður að týnast. Einnig fylgir með skjal leikjaplanið og einni hagnýtar upplýsingar um bílastæði og aðrar upplýsingar. 
Strákarnir eiga að mæta í fótboltaskóm, legghlífum og gott ef þeir kæmu með sinn eigin brúsa.
Ef það eru einhverjar spurningar þá má endilega hringja í mig fyrir kl 12 í kvöld í síma 6623665
Sjáumst hress á morgun

Kv, Örn