Tækniæfing á morgun, fimmtudaginn 29. maí

Sæl, öllsömul!

Það athugast að tækniæfing verður á morgun, fimmtudaginn 29. maí, frá kl. 18:30 til 19. Mun hún fara fram á sparkvellinum og þurfa drengir að koma með knött., venju samkvæmt. 

Birgir tækniþjálfari.

Vís mótið

Sæl öll,


Vís mót Þróttar var fært til sunnudagsins 1. júní vegna þess hve slæmt ástand er á grasvöllunum hjá þeim. 
Ég er ekki kominn með neina dagskrá eða neitt en skráið strákinn og látið hvort þið komið eða komið ekki og gerið það á síðunni.
Kv, Örn

Útiæfingar

Sæl öll,

Núna eru öllum inniæfingum lokið og erum við komnir út á grasið okkar. Æfingatími helst enþá sá sami.

Kv, Þjálfarar

Dósasöfnun

Sæl öll,

Dósasöfnun fyrir 6. flokk verður haldin þriðjudaginn 13. maí og verður í áhaldahúsinu við Jörfaveg. Byrjar hún stundvíslega kl 18:00. Strákarnir þurfa að bera út miða sem þeir fá á æfingu á morgun (föstudag) fyrir söfnunina.

Kv, Þjálfarar