TM mót stjörnunnar á laugardaginn.

Sæl öll,


Það er mót hjá stjörnunni á laugardaginn, leikjaplanið er ekki enþá komið og kemur það sem allra fyrst. 




Staðfestingin er með öðru móti núna og verður að leggja inn mótsgjaldið á mig fyrir 21:00 á föstudaginn svo ég geti borgað mótsgjaldið fyrir mótið. Reikningur: 546-26-3665 kennitala: 2308932339, gjaldið er 2500kr. setjið nafn stráks í skýringu svo ég sjá hver er búinn að borga hvað, látið líka vita í kommentakerfinu að þið séuð búin að skrá. Fyrsti leikur á að byrja um 9 um morguninn og síðasti leikur er um 16:00. 




Þið verðið að afsaka lítinn fyrirvara þar sem ég er búinn að vera í veseni með mailið hjá mér og svo hef ég verið í fríi. Svo kemur bráðum fundargerð frá síðasta shellmótsfundi.




Kv, Þjálfarar

Páskafrí

Sæl öll,

Nú er páskafrí byrjað hjá okkur og hefjast æfingar aftur að því loknu 22. apríl. Hafið það gott um páskana.

Kv, þjálfarar

Fundur á fimmtudaginn

Sæl öll,

Það verður fundur á fimmtudaginn og farið verður yfir Shellmótið og allar fjáraflanir og stillt saman strengi fyrir sumarið. Fundurinn verður á skrifstofu UMFÁ á fimmtudaginn og hefst hann stundvíslega kl 20:00.

Kv, Þjálfarar.

Hamborgarabúllumótið

Sæl öll,

Ég er kominn með leikjaplanið í hendurnar. 

Lið 1 spilar fyrsta leik kl 14:00 og síðasta kl 16:00. Strákar í liði 1 sem eru búnir að skrá sig eru Adolf, Bessi, Bjarni Leó, Bjarni Þór, Dagur, Matthías, Skarphéðinn, Stefán Smári, Tómas Mæting hjá þeim er ekki seinna en 13:30

Lið 2 spilar fyrsta leik kl 11:30 og á síðasta leik kl 13:30. Strákar í liði 2 sem eru búnir að skrá sig eru Aron, Birkir, Elmar, Gunnar, Klemenz, Leó, Róbert , Valur, Víðir. Mæting hjá þeim er ekki seinna en 11:00

Leikið verður á gervigrasinu hjá KR í Frostaskjólinu og er mótsgjaldið 2000 kr og greiðist á mótsstað. Í lokin verður boðið upp á hamborgara frá Hamborgarabúllunni sem strákarni geta fengið sér eftir síðasta leik. Strákarnir eiga að koma með sér fótboltaskó, legghlífar og gott ef þeir gætu komið með sinn eigin vatnsbrúsa, þjálfarar koma með treyju fyrir þá sem vanta. 

Það er enþá hægt að skrá strákana en gerið það fyrir 22:00 á föstudaginn. Látið líka vita ef þið ætlið EKKI að koma.

Kv, þjálfarar.