Æfing fellur niður á morgun 18. ágúst og breyttir æfingatímar.‏

Sæl öll,

 
Það verður engin æfing á morgun þar sem að ég verð úti á landi með fjölskyldunni þar sem pabbi minn er fimmtugur og Alex verður sjálfur á æfingu á sama tíma og enginn getur tekið æfinguna fyrir mig.
 
Annars er það að bara að við erum búnir að vera að taka léttar æfingar þar sem að það hefur verið fámennt en góðmennt á æfingum og geri ég ráð fyrir að margir séu úti á landi og í fríi. Einnig verð ég að biðjast afsökunnar á litlu upplýsingaflæði upp á síðkastið og er það vegna þess að það er lítið sem ekkert búið að vera í gangi og brjálað að gera hjá mér vegna þess að ég er að fara að flytja og mikil vinna búin að vera hjá mér.
 
Það verður breyttur æfingatími þar sem ég er að byrja í skólanum og eiga æfingatímarnir eftir að vera seinna á daginn þar sem ég er lengi í skólanum, æfingatímarnir koma inn á miðvikudaginn. Æfingin á fimmtudaginn er því ekki kl 13:00. 
 
Ég stefni að því að fara með strákunum á mót í lok mánaðarins, en ég mun setja skráningu í gang þegar það er komið á hreint.
 
Og til að allt sé á hreinu, það er ekki æfing á morgun 18. ágúst
 
Kv, Örn