Íslandsmótið á morgun

Sæl öll,

Íslandsmótið hefst á morgun á Álftanesvellinum kl 13:00 og ætla ég að biðja alla þá sem eru skráðir í mótið á morgun að mæta ekki seinna en 12:30. Það eru 18 strákar skráðir og ef að einhverjir eru ekki búnir að skrá sig geta samt mætt á morgun kl 12:30 þar sem það er ekki neitt gjald í þetta mót.

Eins og ég sagði í fyrri pósti að þá eru þetta 2 lið með 5 inná í einu og við með hátt í 20 stráka í liðinu og ætla ég að skipta leikjunum jafnt á milli strákana svo allir fá sem mestan spilatíma. 

Mæta með fótboltaskó, legghlífar og gott er ef strákarnir gætu tekið sína eigin vatnsbrúsa. Ég verð með treyjur fyrir þá sem þurfa.

Kv, Þjálfarar