Stjörnumótið - liðsskipan og upplýsingar

Sæl öll,


Langur póstur framundan lesið vel!




Stjörnumótið hefst á morgun og er þetta stórt og mikið mót og verður nóg um að vera fyrir strákana þar sem hvert lið spilar 6 leiki og þar verður í boði liðsmyndataka og knattþrautir fyrir strákana. 




Lið 1 og 2 eiga fyrsta leik kl 09:00 um morguninn, mæting fyrir þá er því ekki seinna en 08:30. Lið 3 á fyrsta leik kl 12:45 og eiga því að mæta ekki seinna en kl 12:15. Mæting er á körfuboltavöllinn hjá Garðaskóla, lítill körfuboltavöllur þar sem auðvelt er að smala strákunum saman mæta tímanlega. Strákarnir eiga að mæta með fótboltaskó, legghlífar og gott ef þeir gætu tekið sína eigin vatnsbrúsa. Ég kem með treyjur fyrir þá sem vanta.




Lið 1: Adolf, Bjarni Leó, Bjarni Þór, Dagur, Matthías og Tómas.

1. Leikur Grótta 09:00 völlur 6

2. Leikur Fram 09:30 völlur 5

3. Leikur Þróttur 10:00 völlur 4

4. Leikur Stjarnan 10:30 völlur 4

5. Leikur ÍBV 11:00 völlur 5

6. Leikur Víkingur 11:30 völlur 6




Lið 2: Aron, Bessi, Leó, Róbert, Skarphéðinn, Stefán Emil, Stefán Torrini og Víðir

1. Leikur Víkingur 09:00 völlur 14

2. Leikur HK 9:30 völlur 13

3. Leikur FH 10:00 völlur 13

4. Leikur ÍBV 10:30 völlur 14

5. leikur Stjarnan 11:15 völlur 14

6. leikur ÍA 12:15 völlur 14




Lið 3: Birkir, Elmar, Guðmundur Alex, Klemenz, Kristján, Kristófer og Valur.

1. leikur HK 12:45 völlur 8

2. leikur Stjarnan 13:15 völlur 7

3. leikur Víkingur 13:45 völlur 7

4. leikur ÍBV 14:15 völlur 8

5. leikur ÍA 14:45 völlur 9

6. leikur Valur 15:45 völlur 9




Spilaður verður 5 manna bolti og eins og þið sjáið þá er ég með marga varamenn og munum við þjálfarar reyna eins og við getum að passa uppá að allir fái sem mestan spilatíma. Ástæðan fyrir þvi að við erum með 3 lið í þessu móti er af því að á síðasta móti vorum við með 18 stráka og hefði það hentað fullkomlega í 3 lið í 5 manna bolta. Ég reyndi að troða 4 liðinu inn en það tókst ekki.




Strákarnir fara í liðmyndatöku á mótinu og einnig fara þeir í knattþrautir sem þeir í Stjörnunni hafa búið til.




Lið 1 fer í myndatöku á milli 12:00 - 12:30 og svo fara þeir í knattþrautir kl 11:45.




Lið 2 fer í myndatöku á milli 12:00 - 12:30 og svo fara þeir í knattþrautir kl 11:30.




Lið 3 fer í myndatöku milli 15:30 - 16:00 og svo fara þeir í knattþrautir kl 15:00




Meðfylgjandi eru eftirfarandi skjöl:




Stjörnumót TM 2014


Í þessu skjali eru upplýsingar um:

*bílastæðamál (það verða ca 2.000-3.000 manns á svæðinu og því mikilvægt að foreldrar viti af lausum bílastæðum áður en lagt er af stað í Garðabæinn á morgun.

*Mótsreglur

*Vallayfirlit

*Upplýsingar um verðlaunaafhendingu, veitingasölu og fleira

*ath að þetta skjal er frekar stórt, það verður einnig hægt nálgast það á www.stjarnan.is






6.flokkur karla. Leikjaplan - Knattþrautir - Myndataka

Í þessu skjali er:  

*upplýsingar um hvenær hvert lið á að fara í knattþrautirnar. Athugið að þau lið sem "sitja hjá" í fyrstu umferð í sínu móti, gætu þurft að byrja mótið á að fara í knattþrautir.

*upplýsingar um hvenær hvert félag á að fara í myndatöku. Athugið að það er gefinn upp ákveðinn tími fyrir heilt félag, ekki bara einstaka lið. 






Ef eitthvað er óljóst þá skatlu endilega hafa samband við mig (Örn) alveg til kl 00:00 í síma 6623665 eða á mailinu.




Áfram Álftanes!

Kv, Þjálfarar