Hraðmót á Akranesi!

Sæl öll,

Það er mót á Akranesi núna sunnudaginn 11. nóvember. Þetta er fyrsta æfingamótið á tímabilinu og hefst það kl 10, mæting er þá ekki síðar en 9:40 út á Akranes. Eftir mótið er pizzuveisla fyrir keppendur, gjaldið á þetta mót er 1000 kr.  á keppanda og tek ég við greiðslu frá ykkur. Ég mun koma með treyjur fyrir þá sem vanta en strákarnir þurfa að koma með takkaskó, legghlífar, vatnsbrúsa og treyjuna sína (ef þeir eiga). Skráið strákinn hérna í athugasemdakerfið og látið vita hvort þið komið. LÁTIÐ LÍKA VITA EF ÞIÐ KOMIÐ EKKI!!!!

Athugið að það er MJÖG kalt inni í Akraneshöllinni og því er gott að vera vel klædd, það er kaldara þarna inni heldur en úti.

Kv, Örn