Videokvöldið frestast fram á miðvikudag.

Sæl öll,

Videokvöldið sem átti að vera í dag frestast fram á miðvikudaginn 15. maí. Þið verðið að afsaka þetta þar sem að ég er búinn að vera á fullu í prófum að þá steingleymdi ég þessu videokvöldi. 
Við ætlum því að hittast á miðvikudaginn og horfa á einhverja skemmtilega mynd sem ég mun koma með, það verður pöntuð pizza og því þurfa strákarnir að koma með 1000 kr. fyrir pizzuni og svo mega strákarnir koma með sitt eigið nammi en endilega hafa það í hófi. Við byrjum þá kl 17:30, hleypum strákunum heim að skipta um föt og svona svo þeir verða ekki blautir ef það er rigning, og við verðum örugglega þá búnir rétt fyrir 20:00. 
Kv, Örn

Tækniæfing í dag fellur niður

Sæl, öllsömul!

Það athugast að tækniæfing fellur niður í dag, uppstigningardag.

Birgir Jónasson tækniþjálfari.

Útiæfingar hefjast í dag!

Sæl öll,

Æfingin í dag verður úti á battavellinum í dag, svo förum við að færast yfir á grasvöllinn á föstudaginn eða á mánudaginn eftir viku. Æfingin á miðvikudaginn verður líka úti. 
Kv, Örn

Dósasöfnun

Sæl öll,

Strákarnir fengu ekki miða á föstudaginn vegna lélegrar mætingar og ákvað ég og Bjöggi að senda ekki út miða fyrir þessa dósasöfnun, en við erum með hana á mánudaginn og byrjar hún kl 18:00. Endilega mætiði með drengnum ykkar og á bíl, því fleiri sem hjálpast að því fljótara er þetta allt gert. Mæting er í áhaldahúsið við jörfaveg.
Kv, Örn