Frí í dag 1. maí

Sæl öll,

Það er frí í dag vegna verkalýðsdagsins, sjáumst á næstu æfingu á föstudaginn.

Kv, Örn

Æfingin í dag og fleira.

Sæl öll, 

Ég er búinn að vera heima með mígreni í dag og getur verið að ég verði ekki á æfingu í dag. Ég er að vinna í því að redda því að einhver þjálfari getur séð um æfinguna. Ég sendi út mail eins fljótt og ég get.
Nú fer að koma að því að útiæfingar byrja og við förum út á grasvöll sem allra fyrst ég mun láta vita um leið og við förum út.
Einnig ætla ég að hafa vídeo kvöld í staðinn fyrir mótið sem var á laugardeginum 6. apríl og verður vídeókvöldið á föstudeginum 10. maí. Ég sendi út meiri upplýsingar um þetta kvöld síðar.
Fylgjast með tilkynningu um æfingu á eftir. Ég reyni að setja inn sem fyrst um hvort það verði æfing. Afsakið þetta.
Kv, Örn

Mátunar dagur fyrir Hummel - fatnað UMFÁ

Mátunardagur fyrir Hummel-fatnað UMFÁ

Þriðjudaginn 16.apríl verður mátunardagur fyrir Hummel-fatnað hjá
UMFÁ. Mátunin fer fram á neðri gangi íþróttamiðstöðvarinnar frá kl.
17:00 til 19:00. Greiða skal fyrir fatnaðinn við pöntun. Við hvetjum
alla sem eiga eftir að kaupa Álftanes-búninginn til að nota tækifærið
og ganga frá því á þriðjudaginn.

Aðalfundur UMFÁ

Aðalfundur UMFÁ 2013 verður haldinn í hátíðasal íþróttamiðstöðvar
Álftaness fimmtudaginn 18.apríl kl. 20:00. Dagskrá: venjuleg
aðalfundarstörf.

Kveðja, stjórn UMFÁ