Páskafrí, fundur og æfingamót

Sæl öll,

Það er komið páskafrí hjá okkur í fótboltanumog hefjast æfingar aftur miðvikudaginn 3. apríl.

Einnig verður fundur 3. apríl þar sem farið verður yfir Shellmótið og fá alla upplýsta hvað hefur verið í gangi og hvað verður í framhaldinu.

Ég var að fá boð frá Stjörnunni um að fara á æfingamót föstudaginn 12. apríl. En meiri upplýsingar um það síðar.

Gleðilega páska!

Kv, Örn

Shellmót - Upplýsingar

6. flokkur drengja UMFÁ

 

Nú styttist í Shellmótið í Vestmannaeyjum í sumar. Búið er að opna fyrir pantanir í Herjólf og fer hver að verða síðastur að fá ferð www.herjolfur.is  Drengirnir eiga pantaða ferð miðvikudaginn 26. júní til Eyja og til baka aðfararnótt sunnudagsins 30. júní.

Búið er að útvega sameiginlega gistingu fyrir þá sem vilja í húsnæði KFUM og K í Vestmannaeyjum. Þetta er opið rými með svefnpokaplássi. Þeir sem hafa áhuga á að nýta sér þetta eru beðnir um að hafa samband við Einar This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. . Aðrir geta nýtt sér tjaldsvæði á eyjunni.

Staðfestingargjald að fjárhæð kr. 7500 þarf að greiða inn á reikning:  0330-13-301260 (kt:200269-4549) fyrir 5. apríl 2013.

Fjáraflanir eru að fara af stað og byrjum við á wc-pappír frá Papco. Pöntunarblað og nánari upplýsingar koma í tölvupósti síðar í vikunni.  Flokkurinn á dósasöfnun fyrir sumarfrí.

Ef Íslandsmót 6. flokks verður haldið á Álftanesi gerum við ráð fyrir að vera með sjoppusölu þar.

Dósasöfnun og sjoppa eru sameiginlegar safnanir fyrir þá sem taka þátt. Aðrar safnanir eru eyrnamerktar hverjum og einum.

Kveðja,

Einar Georgsson

Þorgerður Elín Brynjólfsdóttir

ÆFING

Komið þið sæl.

Vegna veikinda þjálfara fellur æfing niður í dag föstudag 15 mars.

Afsakið þennan stutta fyrirvara. Mun ég bæta drengjunum þetta síðar.

Kveðja Örn 

Tækniæfing fellur niður í dag, fimmtudag

Sæl, öllsömul!

Því miður fellur tækniæfing niður í dag, fimmtudag, vegna vallaraðstæðna.

Birgir Jónasson tækniþjálfari.