MUNA æfingagjöldin.

 

Foreldrar stráka í 7.flokk karla Álftanesi.

 
Nú er nokkuð liðið á veturinn og vonandi flestir búnir 
að ganga frá greiðslu æfingagjalda í fótboltanum.
Þið sem eruð ekki búin viljiði endilega ganga frá því 
sem allra fyrst.
Það er gert inn á umfa.is síðunni og undir
flipanum Nori efst á síðunni.
 
Munið að hvatapeningur Garðabæjar er beintengdur við 
kerfið.
 
Með kærri þökk.
 
Ragnar Arinbjarnar.

Það helsta frá foreldrafundi 7.flokks.

 

Foreldrar stráka í 7.flokk Álftaness.

 
Það mættu fulltrúar átta stráka á fundinn í gær.
 
1. Ég útskýrði stuttlega helstu markmið vetrarins sem eru þau
að strákarnir hafi gaman og vonandi fái aukinn áhuga á fótbolta.
Þeir þjálfist að vinna með hóp, taka tillit til annarra, hrósa og hvetja,
hlusta og fara eftir fyrirmælum, hengja upp og passa dótið sitt
og auðvitað bæta sig í fótbolta.
 
2. Við fórum yfir mótamálin og þar eru tvö mót fyrir áramót.
Keflavíkurmótið 14.nóv og Kjörísmótið í Hveragerði 28.nóv.
Eftir áramót förum við líka á mót og svo ræddum við mikið
um "stóra" mótið í 7.flokk sem er Norðurálsmótið á Akranesi
sem sennilega er þriðju helgina í júní. Ég vil benda ykkur á að
skoða upplýsingar um þetta skemmtilega mót á heimasíðunni kfia.is.
 
3. Við fórum yfir klæðnað á útiæfingum og mikilvægi þess að mæta 
tímanlega á æfingar. Gott er að strákarnir klæði sig eins og þeir væru að 
fara út að leika því það er betra að geta geymt úlpu en að vanta fleiri föt
á æfinguna. Þessi skilaboð sendi ég út í Frístund þar sem þau geta hjálpað
bæði með fötin og að mæta tímanlega.
 
4. Að síðustu fengum við fjóra flotta fulltrúa í foreldraráð 7.flokks
sem ætla að vera okkur innanhandar í fjálöflun og skipulagningu fyrir
Norðurálsmót. Við komum líka til með að auglýsa eftir styrkjum og einhverju í
nestismál hjá öllum foreldrum í flokknum síðar. Þá fá allir hlutverk.
Þetta eru þau: Ingigerður mamma Einars, Jón pabbi Brynjólfs Arons, Inga mamma Ísaks Fannars og Þórður pabbi Óðins. Bestu þakkir til ykkar allra.
 
Fundi var slitið um kl: 21.30.
 
Ef þið hafið einhverjar spurningar endilega senda mér þá póst.
 
Kveðja,
Ragnar Arinbjarnar.

TM-mót - liðsskipan og leikir.


Komið sæl.


Nú er komið leikjaplan fyrir mótið á sunnudaginn 26.apríl en leikið er úti við Ásgarð í Garðabæ

Við erum með þrjú lið og varamenn í öllum liðum.

Leikið er með fimm inn á í einu, sex leikir 1*12 mín og 3 mín á milli leikja.
Liðið í ensku-deildinni: Kristófer, Ísak Fannar, Bjarni, Haraldur, Stefán, Matthías og Nói.

Strákarnir eiga fyrsta leik kl: 9.00 á velli númer 12. Allir í þessu liði eiga að vera mættir við völlinn kl: 8.45. Þeir eiga að mæta í knattþrautir kl: 9.45.

Síðasti leikur byrjar kl: 11.30 á sunnudaginn.

Muna að koma með hollt nesti, búning, legghlífar, takkaskó (spilað á gervigrasi)

og vera vel klædd þar sem veðurspá er frekar köld.

Keppnisgjaldið er 3500kr sem við söfnum saman á staðnum.Liðið í dönsku-deildinni: Ísleifur, Goði, Snorri, Hákon, Ási, Andri, Hlynur og Sölvi.

Strákarnir eiga fyrsta leik kl: 9.00 á velli númer 4. Allir í þessu liði eiga að vera mættir við völlinn kl: 8.45. Þeir eiga að mæta í knattþrautir kl: 9.45.

Síðasti leikur byrjar kl: 11.30 á sunnudaginn.

Muna að koma með hollt nesti, búning, legghlífar, takkaskó (spilað á gervigrasi)

og vera vel klædd þar sem veðurspá er frekar köld.Keppnisgjaldið er 3500kr sem við söfnum saman á staðnum.

Liðið í Chile-deildinni: Tryggvi, Þór, Guðjón, Tinni, Elvar, Jökull, Þorsteinn og Ívar.

Strákarnir eiga fyrsta leik kl: 12.15 á velli númer 7. Allir í þessu liði eiga að vera mættir við völlinn kl: 12.00. Þeir eiga að mæta í knattþrautir kl: 13.30.

Síðasti leikur byrjar kl: 14.45 á sunnudaginn.

Muna að koma með hollt nesti, búning, legghlífar, takkaskó (spilað á gervigrasi)

og vera vel klædd þar sem veðurspá er frekar köld.Keppnisgjaldið er 3500kr sem við söfnum saman á staðnum.​


Hlakka til að sjá ykkur öll hress og kát á sunnudaginn í Garðabæ.

Við verðum með auka keppnistreyjur fyrir þá sem þurfa.

Ef þið hafið einhverjar spurningar eða ábendingar, endilega hafa samband.


Páskafrí og Sjörnumót TM 26. apríl.


Komið sæl.


Síðasta æfing fyrir páskafrí verður föstudaginn 25.mars.

Það verða ekki æfingar í páskafríinu og hefjast svo aftur þegar skóli hefst.
Sjörnumót TM verður haldið í Garðabæ sunnudaginn 26.apríl.

Leikið er í fimm-manna liðum og er keppnisgjaldið 3500 kr.

Strákarnir fá fullt af leikjum, skemmtun og vegleg verðlaun í mótslok.
Ég ætla að biðja ykkur að fara inn á umfa.is / fótbolti / 7.flokkur og skrifa þar í athugasemd við greinina hvort sonur ykkar mæti á þetta mót.

Endilega verið búin að melda strákinn á mótið fyrir 10.apríl.

Þá veit ég hversu margir mæta og get skipt þeim í lið og slíkt.
Hafið það æðislega gott um páskana.

Kveðja,
Ragnar, Guðmundur og Guðjón.