Skráning á Norðurálsmótið 19. - 21. júní.


Stóra fótboltamótið hjá okkur í 7.flokki í sumar er Norðurálsmótið á Akranesi helgina 19. - 21. júní.
Við viljum biðja ykkur að skoða upplýsingar varðandi mótið á heimasíðunni kfia.is

efst þar á síðunni er hlekkur á Norðurálsmót.
Þið þurfið FYRIR 2, MARS að ákveða hvort sonur ykkar verði ekki örugglega með.

Þátttökugjaldið verður um 18.000kr og inn í því er skráningargjald, fæði, gisting, skemmtun, verðlaun og fleira.

Þið þurfið að greiða 5.000kr staðfestingargjald á reikning 

0331-26-4171 kt.310371-4089 

Munið að setja nafn stráksins sem skýringu.

Það er hún Anna María mamma Snorra Hrafns sem heldur utan um þetta fyrir okkur, takk.

Þar sem skráningin á Norðurálsmótið hefst 2. mars er mikilvægt að allir geri upp hug sinn svo við vitum hversu mörg lið og hversu marga stráka við skráum á mótið.
Ekki hika við að senda á mig póst ef þið hafið einhverjar spurningar.

Kveðja,
Raggi.

Engar æfingar í vetrarleyfi 9.-13. febrúar.

Kæru foreldrar.

Það verða ekki fótboltaæfinga í vetrarleyfinu í næstu viku.
Það er þá ekki æfing á mánudaginn 9.feb, fimmtudaginn 12. feb og föstudaginn 13.feb.

Fyrirkomulag í vetrarfríi grunnskólans í næstu viku verður þannig að
hefðbundnar æfingar falla niður hjá öllum flokkum (þ. á m. tækniæfing).
Hins vegar verður iðkendum 7. til 5. flokks boðið að koma í íþróttasalinn
á mánudag, þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag. Nánar tiltekið verður
frjáls tími fyrir iðkendur í 7. og 6. flokki (drengi og stúlkur) frá kl.
13 til 14 og fyrir iðkendur í 5. aldursflokki (drengi og stúlkur) frá kl.
14 til 15.  Umsjónarmaður með þessu verður Guðbjörn Harðarson.

Kveðja,
Ragnar.

Það helsta frá 7.flokks foreldrafundi 29. janúar.

Á foreldrafundinn í gær mættu foreldrar átta stráka í flokknum.

Það helsta sem rætt var og gert:

1. Skipað foreldraráð 7.flokks karla sem er þjálfara innan handar í málefnum fokksins. Eiga einnig að skipa eða
fá með sér foreldra í skipulag fyrir Norðurálsmótið 19. - 21. júní 2015.

Stefán pabbi Hákons, Hrafnhildur mamma Guðjóns, Steinunn mamma Andra,
Anna María mamma Snorra og Hulda mamma Jökuls 1. varamaður.
Við þökkum þessu góða fólki fyrir að leggja fram krafta sína:)

2. Rætt um Norðurálsmótið 2015.
Þetta mót er stóra verkefnið í sumar fyrir strákana. Það fer fram á Akranesi helgina 19. - 21. júní.
Upplýsingar um mótið koma inn á heimasíðuna kfia.is í febrúar svo endilega fylgist með því.
Kostnaður í fyrrasumar var 18.000 á strák og innifalið í því er gisting, fæði, vallarnesti, verðlaun og skemmtun.
Ég kem til með að auglýsa fjótlega hverjir verða með, eins og ég hef gert með önnur mót.
Síðan borgið þið 5000kr staðfestingargjald og við skráum fljölda liða og stráka í mars.
Seinni greiðaslan eða 13.000 verður svo borguð stuttu fyrir mótið sjálft.
Það verður haldinn annar fundur í mars þar sem við klárum þessi skipulagsatriði varðandi Norðurálsmótið.
T.d. nestisnefnd sem sér um að fá styrki og kaupa nesti fyrir strákana sem haft er við völlinn milli leikja, 
fatanefnd sem kannar áhuga á að foreldrar skarti Álftanesbláum peysum og strákarnir einhverju skjólgóðu líka
og örugglega fleira.

3. Næsta mót sem við erum skráð á í dag er stjörnumót T.M 26. apríl en við erum að vinna í að finna verkefni fyrr.

4. Stuttlega rætt um hvernig strákarnir eigi að vera klæddir á útiæfingum. Miðum bara við að þeir séu að fara út að leika. 
Betra að geta rennt niður eða geymt húfu heldur en að verða kalt.

Kveðja,
Ragnar Arinbjarnar.

Útiæfing á morgun 23.janúar og foreldrafundur !!!!

Komið sæl.

Æfingin á morgun föstudaginn 23. janúar verður úti á Battavelli þar sem hafinn verður undirbúningur fyrir
þorrablót Álftaness og salurinn lokaður. Æfingin verður kl: 14.00 eins og venjulega.

Varðandi fimmtudagsæfingar þá ætla ég að biðja ykkur að senda strákana alltaf klædda
eftir veðri (útiæfing). Við höfum ekki lengur tök á að fara í íþróttasalinn á fimmtudögum
þar sem skipulag Frístundar (sem á tímann í salnum) leyfir það ekki.
Ég hef farið með strákana í aðstöðu UMFÁ og leyft þeim að horfa á 
fótbolta og að lita myndir þegar Battavöllurinn er ónothæfur.

Næsta fimmtudag þann 29. janúar ætlum við að hafa foreldrafund í 7.flokk.
Fundurinn verður haldinn á skrifstofu UMFÁ og hefst kl: 20.00.
Helstu mál verða, Norðurálsmótið 2015 á Akranesi, foreldraráð og næstu verkefni.
Hlakka til að sjá ykkur sem flest á fundinum.
Vinsamlegast sendið mér póst ef þið getið ekki mætt á fundinn.

Kveðja,
Ragnar Arinbjarnar.