Jólafrí og fleira.


Kæru foreldrar stráka í 7.flokk Álftaness í knattspyrnu.




Nú líður að jólum og verður síðasta æfingin fyrir jólafrí fimmtudaginn 

18. desember. Það verður ekki æfing á föstudeginum 19. des og 

svo hefjast æfingar aftur þegar skóli hefst á nýju ári mánudaginn 

5. janúar.

Æfingatímar verða þeir sömu og hafa verið.

Að gefnu tilefni vil ég benda ykkur á að ef veður er vont á fimmtudegi

og við færum æfinguna inn í íþróttahús þá þurfa strákarnir ekki að vera

með íþróttaföt með. Ástæðan er sú að ég geri ekki kröfu að strákarnir

hafi bæði úti og inni fótboltaföt með í skólann á fimmtudögum.

Ef ég færi æfingu inn þá förum við venjulega í leiki og spilum

svo sokkafótbolta með mjúkan bolta.




Að lokum viljum við þakka ykkur kærlega fyrir samstarfið á þessu

ári sem senn er liðið.

Kveðja,
Ragnar, Guðjón og Guðmundur.

Jólamót Hveragerði - liðin og leikjadagskrá.

Komið sæl fótboltaforeldrar.

Nú liggur mótaplan og liðsskipan fyrir á mótinu á laugardaginn.
Að þessu sinni ætla ég að hafa liðin blönduð með strákum fæddum 2008 og 2007.
23 - 24 strákar eru skráðir og erum við því með fjögur lið og sex stráka í öllum liðum.
Mótið er þannig sett upp að tveir riðlar leika á sama tíma þ.e. frá kl: 8.30 - 10.45
og hinir tveir riðlarnir frá kl: 10.50 - 13.15.

Í frönsku-deildinni leika þeir: Hlynur, Sölvi, Jökull, Kristófer, Örn og Matthías.
Fyrsti leikur hjá strákum í frösku-deildinni byrjar kl: 9.06
og eiga því allir í þessu liði að vera mættir í Hamars-höllina í Hveragerði kl: 8.45 á laugardaginn.

Í ensku-deildinni leika þeir: Þór, Elvar, Ívar, Þorsteinn, Guðjón og Goði.
Fyrsti leikur hjá strákum í ensku-deildinni byrjar kl: 8.30
og eiga því allir í þessu liði að vera mættir í Hamars-höllina í Hveragerði kl: 8.10 (úff, púff) á laugardaginn.
_____________________________________________________________________________________________________________

Í spænsku-deildinni leika þeir: Bjarni, Ási, Andri, Snæþór og Haraldur.
Fyrsti leikur hjá strákum í spænsku-deildinni byrjar kl: 11.26
og eiga því allir í þessu liði að vera mættir í Hamars-höllina í Hveragerði kl: 11.00 á laugardaginn.

Í þýsku-deildinni leika þeir: Tinni, Nói, Snorri, Tryggvi, Stefán, Hákon og Ísak.
Fyrsti leikur hjá strákum í þýsku-deildinni byrjar kl: 11.02
og eiga því allir í þessu liði að vera mættir í Hamars-höllina í Hveragerði kl: 10.40 á laugardaginn.

Eins og venulega minni ég ykkur á nesti, skó, legghlífar, markmannshanska og annað nauðsynlegt.
Ég kem með búninga fyrir þá sem vilja.
Svo vona ég að við eigum saman gleðilegan dag í Hveragerði og hikið ekki við að hafa samband ef eitthvað er.

Kveðja,
Ragnar.

Tími

Völlur 1

Völlur 2

Völlur 3

Völlur 4

08:30

Fylkir - Fram 2

Álftanes - ÍR

Fram - ÍR

Fylkir - Hamar/Ægir

08:42

Fylkir 2 - ÍR 2

Hamar/Ægir - Selfoss

Fylkir 3 - Selfoss

Hamar/Ægir 2 - Fylkir 4

08:54

Fram - Fylkir

Álftanes - Fram 2

KFR - Fylkir 2

Fram - Fylkir

09:06

Fylkir 2 - Hamar/Ægir

ÍR 2 - Selfoss

ÍR 2 - Álftanes

Fylkir 3 - Hamar/Ægir 2

09:18

Fylkir 4 - ÍR 2

Selfoss - Álftanes

Fylkir - ÍR

Fylkir 2 - Hamar/Ægir

09:30

Álftanes - Fram

ÍR - Fram 2

KFR - Fram

ÍR - Fylkir 2

09:42

Fylkir 2 - Selfoss

ÍR 2 - Hamar/Ægir

ÍR 2 - Fylkir 3

Álftanes - Fylkir 4

09:54

Fram - ÍR 2

Selfoss - Fram 2

Hamar/Ægir 2 - Selfoss

Fylkir 3 - Álftanes

10:06

Álftanes - Fylkir 2

ÍR - Fylkir

KFR - Fylkir 

Hamar/Ægir - ÍR

10:18

Hamar/Ægir - Fylkir

Fram - ÍR

Hamar/Ægir 2 - ÍR 2

Selfoss - Fylkir 4

10:30

    Hamar/Ægir - KFR

Fram - Fylkir 2

ENSKA DEILDIN

FRANSKA DEILDIN

JÓLAMÓT KJÖRÍS

7.FLOKKUR KARLA

Tími

Völlur 1

Völlur 2

Völlur 3

Völlur 4

10:50

KFR - Hamar/Ægir

Fram - ÍR

ÍR - Fram

Fylkir - Hamar/Ægir

11:02

Fram 3 - Selfoss

Álftanes - Fylkir 2

Fylkir 3 - ÍR 2

Selfoss - Hamar/Ægir 2

11:14

Fylkir - Fram 2

KFR - Fram

Skallagrímur - Fylkir 2

ÍR - Fylkir

11:26

Skallagrímur - ÍR 2

Fram 3 - Álftanes

Álftanes - Fram 2

Fylkir 3 - Selfoss

11:38

Fylkir - KFR

Hamar/Ægir - Fram 2

Skallagrímur - ÍR

Fram - Fylkir 2

11:50

Skallagrímur - Fram 3

Selfoss - ÍR 2

Álftanes - Fylkir 3

ÍR 2 - Fram 2

12:02

Fram - Hamar/Ægir

Fram 2 - ÍR

Fylkir - Fram

Fylkir 2 - Hamar/Ægir

12:14

Álftanes - Selfoss

ÍR 2 - Fylkir 2

Selfoss - ÍR 2

Fram 2 - Hamar/Ægir 2

12:26

ÍR - Fylkir

KFR - Fram 2

Hamar/Ægir - Skallagrímur

ÍR - Fylkir 2

12:38

Fylkir 2 - Skallagrímur

Fram 3 - ÍR 2

Hamar/Ægir 2 - Álftanes

Fylkir 3 - Fram 2

12:50

Fram - Fylkir

ÍR - Hamar/Ægir

Fylkir - Skallagrímur

Fram - Hamar/Ægir

13:02

Álftanes - Skallagrímur

Selfoss - Fylkir 2

Selfoss - Álftanes

ÍR 2 - Hamar/Ægir 2

ÞÝSKA DEILDIN

SPÆNSKA DEILDIN



Jólamót Hveragerði laugardaginn 6.desember.

Komið sæl.


Síðasta verkefni okkar á þessu ári verður Jólamót Hamars í Hveragerði laugardaginn 6.desember.
Í þessu móti er leikið í fimm-mannaliðum þ.e. fimm inná í einu.

Mótið tekur stuttan tíma, ekki lengur en tvær klst á lið.

Mótsgjaldið er 2000kr og fá allir verðlaunapening, pizzu og hressingu í lokin.

Eins og áður bið ég ykkur að melda strákinn ykkar í athugasemd hér að neðan.

Vonast til að sjá ykkur sem flest á jólamótinu.

Kveðja,
Ragnar og aðstoðarmennirnir Guðmundur og Guðjón.

Keflavíkurmótið laugardaginn 15.nóvember - leikjadagskrá og lið.

Komið sæl.


Meðfylgjandi er leikjadagskráin á mótinu á morgun í Keflavík.

https://dl.dropboxusercontent.com/u/96668221/Keflavik/Motahald_H2014/Motaskra_7fl_2014.pdf


Eins og áður hefur komið fram leika strákar fæddir 2008 saman í liði og strákar fæddir 2007 í öðru liði á þessu móti.




Strákar(2008) leika í spænsku-deildinni og eiga fyrsta leik kl:10.40 á velli númer 1.

Allir í þessu liði eiga að vera mættir í Reykjaneshöllina í Keflavík kl:1 0.20.

Þetta eru þeir: Tinni, Örn, Goði, Sölvi, Hákon, Haraldur, Stefán, Þór, Nói og Ívar.

Allir mæta tilbúnir að spila á gervigrasi og með hollt nesti með sér.

Leikið er inni og því ekki mjög kalt þar inni.

Þetta lið leikur sjö leiki og hefst sá síðasti kl: 12.28.

Kl: 13.30 er svo verðlaunaafhending og pizzuveisla og þá er mótið búið.

MUNA að taka með sér 2000krónur sem er mótsgjaldið.







Strákar(2007) leika í frönsku-deildinni og eiga fyrsta leik kl:15.00 á velli númer 3.

Allir í þessu liði eiga að vera mættir í Reykjaneshöllina í Keflavík kl: 14.40.

Þetta eru þeir: Ísleifur, Bjarni, Tryggvi, Guðjón, Þorsteinn, Snæþór, Snorri, Hlynur, og Elvar.

Allir mæta tilbúnir að spila á gervigrasi og með hollt nesti með sér.

Leikið er inni og því ekki mjög kalt þar inni.

Þetta lið leikur fimm leiki og hefst sá síðasti kl: 17.36.

Eftir síðasta leik er svo verðlaunaafhending og pizzuveisla og þá er mótið búið.

MUNA að taka með sér 2000krónur sem er mótsgjaldið.





Endilega hafið samband ef þið hafið einhverjar spurningar.

Fótboltakveðja,
Ragnar og aðstoðarmenn.