Liðsskipan á Norðurálsmótinu 2014.


Nú eru liðin klár fyrir helgina og ættum því að geta raðað liðsstjórum niður þegar fólk veit hvaða liði það fylgir.

Ég ætla að biðja ykkur að svara þessum póst varðandi liðsstjóra og næturgæslu.

Við miðum við að tveir liðsstjórar séu á hvert lið og einn frá hverju liði í næturgæslu.

Skiptum þessu endilega á milli þannig að þeir sömu séu ekki endilega báða dagana (næturgæsla) eða alla þrjá dagana (liðsstjórn).
Liðin eru 
E-lið: Þorsteinn, Snorri, Kristófer, Björgvin, Ási, Árni og Axel.
D-lið: Guðjón, Hlynur, Gabríel, Ísleifur, Bjarki, Andri, Eyþór og Elvar Jón.
B-lið: Elmar, Matthías, Magnús, Kári, Daníel, Sveinn, Róbert og Viktor.
Ég er ekki búinn að fá leikjaplan frá ÍA en það fer örugglega að koma.

Kveðja,
Ragnar.


Sumartími á fótboltaæfingar.


Komið sæl.

Á morgun miðvikudaginn 11. júní byrjar sumartími á fótboltaæfingunum.
Þær verða núna á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum kl: 13.00 - 14.30.
Við prófum að lengja æfingarnar um 30 mín og sjáum til hvernig það gengur.

Kveðja,
þjálfarar.

Æfingaleikurinn verður EKKI á sunnudaginn!!!!!!

Þar sem einungis níu strákar voru meldaðir á leikinn á sunnudaginn
höfum við ákveðið að færa hann yfir á næstu helgi.
Þetta er gert þannig að það verði fleiri leikir spilaðir.

Ég læt ykkur vita hvenær þetta verður og þá meldið þið
strákana aftur.

Kveðja,
Ragnar.

Æfingaleikur við Leikni í Austurbergi á sunnudag.

Okkur býðst að spila æfingaleiki við Leikni Breiðholti á sunnudaginn 8. júní kl: 14.00.
Spilaður verður sjö-manna bolti og verður þetta góð æfing fyrir Norðurálsmótið.
Mæting verður upp í Austurberg í Breiðholti kl: 13.45 og strákarnir mega endilega
vera tilbúnir í búning, með legghlífar og skó.
Leikið er á gervigrasvelli.

Vinsamlegast skrifið í athugasemd hér að neðan hvort sonur ykkar mæti.
Það er nauðsynlegt svo við vitum hversu margir mæta.

Ég vil einnig minna á að greiða þátttökugjald á Norðurálsmótið fyrir 4. júní.
Ég er kominn með 10 stráka sem hafa greitt og eru að fara á Norðurálsmótið.
Allar upplýsingar eru inn á heimasíðu ungmennafélagsins umfa.is/fótbolti/7.flokkur karla.

Ef þið hafið einhverjar spurningar hafið þá endilega samband: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
 eða í síma 8631502.

Ragnar Arinbjarnar þjálfari.