Horft á mynd á æfingu á miðvikudag 6. nóv

Komið sæl.

Á miðvikudaginn ætlum við ekki að hafa hefðbundna fótboltaæfingu úti
heldur horfa á mynd saman á UMFÁ skrifstofunni.
Þetta hefst kl: 14.00 og strákarnir mega koma með popp, snakk eða annað hollt með sér.
Við ætlum í þetta skipti ekki að vera með gos og sælgæti enda ekki fæði íþróttamanna.
 Skemmtuninni líkur svo um kl: 15.30.

Sjáumst hress og kát,

Alex, Guðmundur og Ragnar þjálfarar. 

TÝNDUR BOLUR

Móðir Kristófers Roman í 3.bekk hafði samband við mig og bað mig að auglýsa
hvort einhver hefði rekist á stutterma Álftanesbol merktan Kristófer í sínu dóti.
Endilega farið í gegnum fötin og ef þið finnið hann, komið honum til mín á æfingu.

Með kærri þökk,
Ragnar Arinbjarnar.

Náttfataæfing á föstudaginn 25.október.

Foreldrar stráka í 7.flokk Álftaness í fótbolta.

Á inniæfingu á föstudaginn ætlum við aðeins að hrista upp í hlutunum og hafa

í boði fyrir strákana að mæta í náttfötum og með bangsa eða eitt dót á æfingu.

Þeir eiga auðvitað líka að mæta með skó og legghlífar til að verjast meiðslum.

Eigum saman skemmtilegan dag á föstudaginn.

 

Kveðja,

Ragnar þjálfari og Guðmundur og Alex aðstoðarþjálfarar.

Náttfataæfing á föstudaginn 18.október.

Foreldrar stráka í 7.flokk Álftaness í fótbolta.

Á inniæfingu á föstudaginn ætlum við aðeins að hrista upp í hlutunum og hafa

í boði fyrir strákana að mæta í náttfötum og með bangsa eða eitt dót á æfingu.

Þeir eiga auðvitað líka að mæta með skó og legghlífar til að verjast meiðslum.

Eigum saman skemmtilegan dag á föstudaginn.

 

Kveðja,

Ragnar þjálfari og Guðmundur og Alex aðstoðarþjálfarar.