Uppskeruhátíð UMFÁ fimmtudaginn 12.sept

 

Knattspyrnuráð UMFÁ heldur hina árlegu uppskeruhátíð fimmtudaginn 13.september kl.17:30 í íþróttasal íþróttamiðstöðvar.
Allir þátttakendur á síðasta tímabili í knattspyrnu eru velkomnir. Veitt verða verðlaun fyrir tímabilið og léttar veitingar verða á boðstólnum eftir afhendingu.
Með kærri kveðju,
Knattspyrnuráð UMFÁ

Æfingatímar veturinn 2013-2014

Komið sæl þið sem voruð í 7.flokkí síðasta vetur og velkomin þið sem eigið strák sem er að byrja.

 

Æfingatímar fyrir veturinn liggja fyrir og verða sem hér segir:

Mánudagar kl: 14.00 - 15.00

Miðvikudagar kl: 14.00 - 15.00 verða útiæfingar á gervigrasvellinum við Álftanesskóla (Battavellinum).

Föstudagar kl: 14.00 - 15.00

Á inniæfingum er mikilvægt að muna að nota íþróttafatnað, innanhússkó, legghlífar, stuttbuxur og bol.

Á útiæfingum er gott að nota gervigrasskó, legghlífar, síðbuxur og klæða sig eftir veðri.

Það er betra að klæða sig of vel og að geta farið úr einhverju ef manni er of heitt, en að verða kalt.

 

Allar nánari upplýsingar veitir Ragnar Arinbjarnarson

á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 8631502.

Bíóferð hjá strákunum á fimmtudaginn 29.ágúst.

Komið sæl.

 

Nú á fimmtudaginn 29.ágúst hefur strákunum í 7.flokk verið boðið

í Laugarásbíó á myndina "Aulinn ég 2".

Foreldrar Magnúsar standa fyrir þessu eins og þið munið frá Norðurálsmótinu

þar sem strákarnir fengu boli og poka.

Allir sem voru að æfa með 7.flokk stráka í sumar eru velkomnir

og byrjar myndin kl: 17.30.

Gott er að mæta tímanlega og eiga góða stund saman áður en 

eldra árið færist upp í 6. flokk þegar æfingar byrja aftur.

Hlakka til að sjá ykkur.

Ragnar.

Siðustu æfingar fram að fríi.

Komið sæl og takk fyrir samveruna á Arion banka mótinu í gær.

Það verða fótboltaæfingar í dag mánudag og miðvikudag

kl: 13.00 eins og verið hefur í sumar.

Siðan verður frí fram í miðjan september þegar æfingar verða 

augýstar á ný.

 

Kveðja,

Ragnar.