Hvað var rætt á foreldrafundi 6. júní.

Fyrir þau sem komust ekki á fundinn á fimmtudaginn, þá var þetta rætt.

Við vorum að minna á að það þarf að gera upp þátttökugjald fyrir þá sem keppa á Norðurálsmótinu 12.000 kr.

Kalli pabbi Víðis tekur við því en það er líka hægt að senda póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir upplýsingar.

Við ræddum líka stuttlega nestismál á mótsstað og nokkrar mæður eru komnar af stað með það. 

Fylgist endilega með heimasíðu mótsins: kfia.is fyrir allar upplýsingar.

Einnig fór í gang umræða um bláar peysur fyrir foreldra og er umræða á tölvupósti í gangi með það.

Vinsamlegast gangið frá mótsgjaldi fyrir 20.júní því aðeins strákar sem greitt hefur verið fyrir, eru

gjaldgengir á mótið. 

Allar nánari upplýsingar hjá Ragnari:

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Kveðja Ragnar.

Foreldrafundur fimmtudaginn 6. maí kl: 20.00

Kæru foreldrar stráka í 7.flokk Álftaness í knattspyrnu.

 

Á fimmtudagskvöldið ætlum við að hafa stuttan foreldrafund þar sem farið

verður yfir nokkur atriði varðandi Norðurálsmótið 21. - 23. júní n.k.

Ef þið hafið einhverjar spurningar, viljið fara yfir nestismál milli leikja

eða bara spjalla við aðra foreldra, þá endilega mæta.

Fundurinn hefst kl: 20.00 og verður haldinn á skrifstofu UMFÁ

í Íþróttamiðstöðinni.

Kveðja,

Ragnar og Örn.

Dagskrá Norðurálsmóts 21. - 23. júní.

Komið sæl.  Hérna fyrir neðan er dagskráin á Norðurálsmótinu sem við förum á helgina 21. - 23. júní.

Allar nánari upplýsingar veitir Ragnar í póstfangið: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða á heimasíðu mótsins

http://www.kfia.is/norduralsmot/

Ég hvet líka alla til að lesa upplýsingablað um alla þætti mótsins á heimasíðunni.

Föstudagur 21.júní


08:30 - 11:00 Mæting á gististaði

10:30 - 11:00 Fararstjórafundur í Íþróttamiðstöð

11:00 Mæting í skrúðgöngu hjá Bæjarskrifstofum.

11:15 - 11:45 Skrúðganga frá Bæjarskrifstofum að Akraneshöll

12:00 - 12:30 Mótssetning í Akraneshöll

13:00 - 19:00 Keppni 1.mótsdags.

22:30 - 23:00 Fararstjórafundur í Íþróttamiðstöð


Laugardagur 22.júní


07:30 - 09:30 Morgunverður

09:00 - 13:00 Keppni 2.mótsdags - fyrri hluti

13:00 - 17:00 Keppni 2.mótsdags - seinni hluti

10:00 - 18:00 Leikjaland opið

19:30 - 20:30 Kvöldskemmtun í Akraneshöll

21:30 - 22:00 Fararstjórafundur í Íþróttamiðstöð

21:30 - 23:00 Foreldrakaffi í boði foreldra KFÍA í matsal Íþróttamiðstöðvar, og myndasala


Sunnudagur 23.júní


07:30 - 09:30 Morgunverður

09:00 - 11:00 Keppni 3.mótsdagsins, síðasta umferð allra deilda

11:00 - 12:15 Grillveisla við Norðurálsvöllinn

12:30 - 13:30 Verðlaunaafhending og mótsslit í Akraneshöll

Fótboltafréttir.

Á mánudaginn í næstu viku þann 20. maí verður ekki æfing þar sem það er frídagur.

Strákarnir hittast bara á battavellinum og taka sjálfir æfingu :)

Nú eru allar æfingar á grasvellinum við íþróttamiðstöðina og fer þetta allt bara vel af stað.

Við viljum biðja ykkur að reyna að muna að senda strákana með fótboltaskó, fótboltaföt (sem má koma grasgræna í), og legghlífar á æfingar.

Þetta er einfaldlega staðalbúnaður í fótboltanum.

 

Kveðja,

Örn og Ragnar.