Æfingar næstu viku 6. - 10. maí.

Í næstu viku ætlum við að halda áfram eins og í síðustu viku.

Á mánudaginn verða eldri strákarnir á battavellinum og yngri strákarnir inni.

Á miðvikudaginn verður þetta öfugt þannig að yngri strákarnir eru úti og eldri strákarnir inni.

Á föstudaginn verða svo allir úti á grasvelli og þá spáum við góðu veðri.

Þar með hefst sumarið formlega og verða æfingar vonandi úti eftir næstu viku.

--
Kveðja,

Örn og Ragnar. 

Útiæfingar.

Takk kærlega fyrir mótið í dag.  Strákarnir stóðu sig vel, lögðu sig fram og voru til sóma.

Á æfingum í næstu viku ætlum við að fara með helming hópsins út á battavöllinn.

Þannig verða strákarnir í 2. bekk úti á mánudaginn 29. apríl á meðan yngri strákarnir verða inni eins og venjulega.

 

Það verður ekki æfing á degi verkalýðsins þann 1. maí.

Upplagt er að þeir sem vilja fara í fótbolta hittist á battavellinum og æfi sig sjálfir.

 

Á föstudaginn 3. maí snýst þetta svo við og þá verða yngri strákarnir úti og eldri strákarnir inni.

Vinsamlegast munið að vera vel klæddir þegar þið eruð á útiæfingu.  Síðbuxur, peysa, buff/húfa, vettlingar

eru dæmi um það sem nauðsynlegt er í þessum sumarkulda :)

Það fer svo vonandi að styttast í að við getum farið á grasvöllinn og þá verða allir úti saman.

Örn og Ragnar.

Dagskrá Hlynsmóts.

ÍR Hlynsmót 2013
  Völlur 1 Völlur 2 Völlur 3 Völlur 4
10:00 Keflavík - Leiknir Njarðvík - Keflavík Álftanes - ÍR stelpur Reynir/Víðir - Fylkir 1
10:15 Keflavík - ÍR Leiknir - Fylkir 2 Álftanes - Fylkir Njarðvík - ÍR
10:30 Leiknir - ÍR Keflavík - Fylkir 2 Fylkir - ÍR stelpur Fylkir 1 - Leiknir
10:45 Keflavík - Álftanes Reynir/Víðir - ÍR Leiknir - ÍR stelpur Njarðvík - Fylkir 1
11:00 ÍR - Álftanes Keflavík - Reynir/Víðir Fylkir - Leiknir Leiknir - ÍR
11:15 ÍR - Fylkir Njarðvík - Fylkir 2 Keflavík - ÍR stelpur Keflavík - Leiknir
11:30   Reynir/Víðir - Fylkir 2   Fylkir 1 - ÍR
11:45 Njarðvík - Álftanes Keflavík - ÍR 1 Keflavík - Fylkir Fylkir - Reynir/Víðir
12:00 Njarðvík - ÍR Keflavík - Leiknir Keflavík - ÍR stelpur Fylkir - ÍR 2
12:15 Álftanes - ÍR Leiknir - ÍR 1 Fylkir - ÍR Stelpur Reynir/Víðir - ÍR 
12:30 Njarðvík - Keflavík Keflaví - Fylkir Álftanes - Fylkir Reynir/Víðir - ÍR 1
12:45 ÍR - Keflavík Leiknir - ÍR 2 Njarðvík - ÍR Stelpur ÍR 1 - Fylkir
13:00 ÍR - Fylkir Leiknir - Reynir/Víðir Álftanes - ÍR Stelpur Keflavík - ÍR 2
       
   
Enska deildin Spænska deildin Ítalska deildin Þýska deildin
Keflavík    Álftanes eldri Njarðvík         Keflavík Njarðvík       Keflavík Keflavík  Reynir/Víðir
Leiknir       Fylkir Reynir/Víðir   Leiknir Álftanes yngri      Fylkir ÍR 2         Leiknir
ÍR              ÍR stelpur Fylkir1            Fylkir 2 ÍR                 ÍR stelpur Fylkir       ÍR 1
  ÍR    
            
Leiktíminn er 12mín.
Ein klukka gildir fyrir alla vellina

Mátunardagur og aðalfundur UMFÁ

Mátunardagur fyrir Hummel-fatnað UMFÁ

Þriðjudaginn 16.apríl verður mátunardagur fyrir Hummel-fatnað hjá UMFÁ. Mátunin fer fram á neðri gangi íþróttamiðstöðvarinnar frá kl. 

17:00 til 19:00. Greiða skal fyrir fatnaðinn við pöntun.  Við hvetjum alla sem eiga eftir að kaupa Álftanes-búninginn til að nota tækifærið og ganga frá því á þriðjudaginn.

                              Aðalfundur UMFÁ

Aðalfundur UMFÁ 2013 verður haldinn í hátíðasal íþróttamiðstöðvar Álftaness fimmtudaginn 18.apríl kl. 20:00. Dagskrá: venjuleg aðalfundarstörf.

Kveðja, stjórn UMFÁ