Næstu mót og fleira.

 

Komið sæl.

 
Næsta verkefni okkar verður Freyjumótið í Hveragerði 12. eða 13. mars.
Þar verður spilað í 5 manna liðum, kostar 2500 kr og allir fá páskaegg í mótslok.
 
Síðan förum við á TM-mót Stjörnunnar í Garðabæ 23. apríl.
Þar verður líka spilað í 5 manna liðum, kostar 3500 kr og vegleg verðlaun í lokin.
 
Ég set skráningu í gang á Freyjumótið inn á umfa.is / fótbolti / 7.flokkur karla.
 
Í dag mánudag verður frjáls mæting á æfingu. Ég verð upptekinn í íþróttaskóla barnanna en Maggi og Bolli taka á móti þeim sem kjósa að fara á æfingu.
Á miðvikudaginn verður ekki æfing vegna Öskudags.
Í vetrarfríinu verða ekki æfingar og hefjast æfingar svo aftur mánudaginn 22.feb.
Endilega hvetjið strákana til að hittast t.d. á Battavellinum eða nýja vellinum í fríinu og æfa sig sjálfir.
Þið getið notað Facebook-síðuna til að melda strákana á hitting og komið með þá.
 
 
Kveðja,
Ragnar.

Æfingaleikir við Gróttu á sunnudaginn 7.feb.

 

Foreldrar stráka í 7.flokk karla.

 
Nú á sunnudaginn fáum við lið frá Gróttu í heimsókn til okkar að spila æfingaleiki á nýja vellinum við Frístund.
Þeir reikna með að koma með þrjú lið á eldra ári og þrjú á yngra ári.
Spilað verður með fimm leikmenn inn á í einu.
Ef við náum í tvö lið á yngra ári og tvö lið á eldra ári þá verða þetta
þrír leikir á liðin okkar öll.
Leikirnir byrja kl: 13.00 og stendur þetta til ca 15.00.
Eftir það er öllum frjálst að fara en það gæti verið að við
fáum að fara í íþróttasalinn eða í sund eftir mót.
 
Við komum til með að hafa afnot af Frístundarhúsinu fyrir kaffi og fleira.
Allir foreldrar sem geta hjálpað með það eru velkomnir.
 
Nú bið ég ykkur að fara inn á umfa.is / fótbolti / 7.flokkur karla
og skrifa í athugasemd við þessa grein hvort sonur ykkar verði með 
eða ekki.
Með því móti getum við fylgst með hversu margir verða og hvað við höfum mörg lið.
Það verða ekki talin mörk í leikjunum enda einungis um æfingu að ræða.
 
Ég ætla að gefa ykkur til kl: 16.00 á fimmtudaginn að svara af eða á.
 
 
Fótboltakveðja,
Ragnar Arinbjarnar.

Dagsetning Norðurálsmótsins í sumar.

Þennan póst fékk ég sendan í dag frá Akranesi.

Að beiðni félaga, sem senda meirihluta keppenda á Norðurálsmótið ár hvert, hefur verið ákveðið að færa mótið fram um 1 viku og halda það í þetta skiptið 10. - 12. júní í sumar.   Beiðni félaganna kemur í kjölfar EM - dráttar hjá karlalandsliðinu sem leikur í riðlakeppninni 14., 18. og 22.júní, en fjöldi foreldra og þjálfara hyggst ferðast til Frakklands og sjá leiki Íslands.  Við höfum verið í sambandi við þjálfara 26 félaga sem senda keppendur á mótið og flestir vilja að mótið verði fært en einungis eitt lið mótmælti breytingunni.

Það sem einnig styður ákvörðunina er að KSÍ stefnir að því að hafa leiki allra flokka í Íslandsmóti í algjöru lágmarki á meðan riðlakeppni EM stendur ca. 13. - 23. júní.

Við gerum okkur grein fyrir að þessi breyting kemur illa við einhverja og biðjumst við velvirðingar á því en stór meirihluti ræður mestu um þessa ákvörðun !

Það er stórt mál að færa til mótið og enn eru nokkrir endar sem eru óleystir, en við munum leysa þá og halda frábært Norðurálsmót í sumar eins og undanfarin ár.

Bestu kveðjur,

Mótsstjórn Norðurálsmótsins Akranesi

Útiæfing og jólafrí.

 

Komið sæl foreldrar stráka í 7.flokk.

 
Í dag mánudag 14,des ætlum við aftur að vera úti á nýja vellinum.
 
Á miðvikudaginn 16.des verður svo síðasta æfingin fyrir jólafrí 
og þá mega strákarnir mæta með dót með sér á inniæfingu.
Æfingar hefjast svo aftur miðvikudaginn 6.jan.
Að þessu tilefni vil ég óska ykkur öllum yndislegra jóla
og gleði og gæfu á nýju ári.
 
Ragnar Arinbjarnar.