Hlynsmót ÍR sumardaginn fyrsta 25. apríl.

Komið sæl.

 

Næsta verkefni hjá okkur í 7. flokk er að fara á Hlynsmót ÍR við Skógarsel á sumardaginn fyrsta (25.apríl).

Á þessu móti keppir yngra árið milli kl: 10.00 og 12.30 og eldra árið keppir svo frá kl: 13.00 - 15.30.

Sjö leikmenn leika inn á og spila fjóra leiki sem eru 1x 12 mín.

Keppnisgjaldið er 1500 kr og eru verðlaunapeningur, grillaðar pylsur, safi og frítt í sund innifalið í því.

 

Endilega skrifið í athugasemd hér að neðan hvort strákurinn ykkar verður með.

Fótboltakveðja,

Örn og Ragnar.

Páskafrí í fótboltanum.

Kæru foreldrar stráka í 7.flokk.

Nú fer að líða að páskum og að því tilefni vil ég fara yfir æfingar yfir hátíðina.

Síðasta æfing fyrir páskafrí verður á morgun föstudaginn 22. mars.  Eftir það verða ekki æfingar á meðan Álftanesskóli er í fríi.

Þannig byrja síðan æfingar aftur miðvikudaginn 3. apríl.  

Fyrir þá sem vonandi fá fiðring í tærnar til að fara að hreyfa sig vil ég benda á mikilvægi þess að æfa sig sjálfir.

Það er mjög gott að t.d. hringja í einhvern félaga og fá hann til að hittast á battavellinum því með að æfa sig sjálfur tekur maður meiri framförum.

 

Með kærri kveðju,

Ragnar og Örn.

Horft á mynd og naslað eitthvað hollt :)

Næsta miðvikudag þann 20. mars verður horft á mynd í félagsaðstöðu UMFÁ í íþróttamiðstöðinni.

Það verður í boði fyrir strákana að taka eitthvað með til að nasla t.d. popp, snakk og djús.

Ef einhver vill frekar vera í fótbolta eins og á venjulegri æfingu þá verður það líka í boði.

Ég reikna með að þetta standi frá kl: 15.00 - 16.30.

 

Örn og Ragnar.

ÆFINGAR FALLA NIÐUR Í DAG...

Sæl og blessuð.

Æfingar falla niður í dag, miðvikudaginn 6.mars vegna veðurs.

Kveðja,

Raggi og Örn

 

 

Æfingamót HK

Komið sæl.

Við vorum að fá senda dagskrá á mótinu á morgun.  Það er smá breyting sem felst í því að annað yngra-liðið á að mæta klukkustund fyrr en var.

Eldra-liðið heitir Álftanes 1 og leika þeir eins og áður segir frá kl: 12.00 - 14.00.  Þetta lið skipa þeir:  Stefán, Aron, Tómas, Kristófer, Valur, Gunnar, Róbert Ingi, Víðir og Bessi.

Annað yngra-liðið heitir Álftanes 2 og byrja þeir að spila kl: 13.00 - 16.00.  Þetta lið skipa þeir: Erik, Elmar, Daníel Haukur, Sveinn Ísak, Arnór, Matthías Ben og Viktor Nói.  Í þessu felst breytingin og vinsamlegast hafið samband ef þetta gengur ekki fyrir einhvern.

Hitt yngra-liðið heitir Álftanes 3 og byrja þeir að spila kl: 14.00 - 16.00.  Þetta lið skipa þeir:  Eyþór, Dagbjartur, Árni, Markús, Kári, Róbert Snær og Axel.

Muna eftir 1500 króna þátttökugjaldinu.

--
Kveðja,

Ragnar Arinbjarnarson
Íþróttakennari Álftanesskóla.