Peysur fyrir strákana á Norðurálsmótinu - valfrjálst.

Sæl öll,

Ef menn vilja hafa alla strákana eins þá er það hægt.

Ég get verið með mátunar peysur heima hjá mér í kvöld 10. júní sem við verðum að skila til þeirra á morgun ef við ætlum að fá þetta fyrir mót. Peysurnar yrðu merktar Álftanes að framan og nafni stráks á bakinu.

Verðið er 3.800 á peysu með merkingum og þarf að greiðast á staðnum þegar komið er í mátun á eftir.

Ég er í Hólmatúni 24 og verð með þetta í kvöld milli 20-22

Endilega látið þetta nú berast þannig að enginn missi af póstinum því þetta er jú mjög stuttur fyrirvari.

kv,
Jón Örn