Fótboltafréttir.

Á mánudaginn í næstu viku þann 20. maí verður ekki æfing þar sem það er frídagur.

Strákarnir hittast bara á battavellinum og taka sjálfir æfingu :)

Nú eru allar æfingar á grasvellinum við íþróttamiðstöðina og fer þetta allt bara vel af stað.

Við viljum biðja ykkur að reyna að muna að senda strákana með fótboltaskó, fótboltaföt (sem má koma grasgræna í), og legghlífar á æfingar.

Þetta er einfaldlega staðalbúnaður í fótboltanum.

 

Kveðja,

Örn og Ragnar.