Útiæfingar.

Takk kærlega fyrir mótið í dag.  Strákarnir stóðu sig vel, lögðu sig fram og voru til sóma.

Á æfingum í næstu viku ætlum við að fara með helming hópsins út á battavöllinn.

Þannig verða strákarnir í 2. bekk úti á mánudaginn 29. apríl á meðan yngri strákarnir verða inni eins og venjulega.

 

Það verður ekki æfing á degi verkalýðsins þann 1. maí.

Upplagt er að þeir sem vilja fara í fótbolta hittist á battavellinum og æfi sig sjálfir.

 

Á föstudaginn 3. maí snýst þetta svo við og þá verða yngri strákarnir úti og eldri strákarnir inni.

Vinsamlegast munið að vera vel klæddir þegar þið eruð á útiæfingu.  Síðbuxur, peysa, buff/húfa, vettlingar

eru dæmi um það sem nauðsynlegt er í þessum sumarkulda :)

Það fer svo vonandi að styttast í að við getum farið á grasvöllinn og þá verða allir úti saman.

Örn og Ragnar.