Hlynsmót ÍR sumardaginn fyrsta 25. apríl.

Komið sæl.

 

Næsta verkefni hjá okkur í 7. flokk er að fara á Hlynsmót ÍR við Skógarsel á sumardaginn fyrsta (25.apríl).

Á þessu móti keppir yngra árið milli kl: 10.00 og 12.30 og eldra árið keppir svo frá kl: 13.00 - 15.30.

Sjö leikmenn leika inn á og spila fjóra leiki sem eru 1x 12 mín.

Keppnisgjaldið er 1500 kr og eru verðlaunapeningur, grillaðar pylsur, safi og frítt í sund innifalið í því.

 

Endilega skrifið í athugasemd hér að neðan hvort strákurinn ykkar verður með.

Fótboltakveðja,

Örn og Ragnar.